Innlent

Lagði ólöglega og vildi ekki segja til nafns

Karl á þrítugsaldri var handtekinn í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær en viðkomandi neitaði að segja til nafns og reyndi að villa á sér heimildir.

Málavextir voru þeir að lögreglumenn höfðu afskipti af bifreið sem var lagt í stæði sem er merkt fyrir fatlaða.

Ökumaður bílsins kom þá út úr nærliggjandi húsi og vildi fá skýringar á afskiptum lögreglu. Var hann beðinn um að framvísa ökuskírteini sem og hann gerði en um var að ræða ökuskírteini annars manns. Var maðurinn þá beðinn um að afhenda sitt eigið og segja rétt til nafns en á það vildi hann alls ekki fallast.

Var maðurinn þá handtekinn. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að hann er próflaus og viðurkenndi hann bæði að hafa ekið bílnum og lagt honum ólöglega




Fleiri fréttir

Sjá meira


×