Fleiri fréttir

Grunur um íkveikju á Tryggvagötu

Fjölskylda býr í húsinu við Tryggvagötu sem kviknaði í um hádegisbilið. Lögreglan hefur staðfest við fréttamann Stöðvar 2 sem er á staðnum að sterkur grunur sé um að kveikt hafi verið í húsinu. Talið er að málið tengist að einhverju leyti erjum hjá fjölskyldunni sem býr í húsinu.

Sendi 14.528 sms á einum mánuði – fékk 440 síðna símreikning

Hinum 45 ára gamla Greg Hardesty brá heldur betur í brún þegar hann fékk símreikning þrettán ára gamallar dóttur sinnar. Reikningurinn var 440 síður og þar kom fram að dóttir hans hefði sent 14.528 sms skilaboð á einum mánuði. Pabbinn hélt að um mistök væri að ræða.

Eldurinn slökktur á Tryggvagötu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Tryggvagötu 10 rétt eftir klukkan eitt. Sjónarvottar segja að um mikinn eld hafi að ræða og Kjartan Skaptason sem leigir aðstöðu í húsinu segist halda að kveikt hafi verið í. Mikill reykur kom út um glugga og dyr hússins og voru þrír slökkviliðsbílar á svæðinu.Eftir að slökkviliðið hóf slökkvistörf gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins.

Embættismenn funduðu með Robert Wade

Robert Wade, stjórnmálahagfræðingur við London School of Economics fundaði í morgun með fulltrúum frá fjármála-, forsætis- og viðskiptráðuneytinu. Fundurinn stóð yfir í nærri tvær klukkustundir.

Mega banna mótmælendum að hylja andlit sitt

Nokkuð hefur borið á því að mótmælendur sem hafa haft sig hvað mest í frammi undanfarnar vikur og mánuði hylji andlit sitt með treflum og lambhúshettum. Hér á landi geta skapast þær aðstæður að lögreglu sé heimilt að krefjast þess að grímurnar séu teknar niður. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir að grímurnar hafi ekki valdið lögreglu vandræðum hingað til. Hann segir mikilvægast að laga það ástand sem uppi hefur verið í stað þess að magna það.

Funda um framtíð Birnu

Björgvin G. Sigðurðsson viðskiptaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra funda með Vali Valssyni, formanni bankaráðs Glitnis nú í hádeginu, en ákveðið hefur verið að stöður bankastjóra ríkisbankanna verða auglýstar lausar til umsóknar á næstu dögum.

Venus skín skært um þessar mundir

Margir hafa rekið augun í stjörnu á kvöldhimninum í suðri sem hefur skinið afar skært undanfarið. Á störnufræðivefnum segir að um reikistjörnuna Venus sé að ræða en í dag kemst Venus lengst frá sólinni frá jörðu séð sem þýðir að hún nær hæstu stöðu á himninum áður en hún fer lækkandi á ný.

Menn reyndu hvorki að temja sér hófsemi né fyrirhyggju

Margt bendir til þess að rótleysi og lítil áhersla á grunngildi hafi dregið menn út á hálan ís í íslensku viðskiptalífi að undanförnu. Fátt bendir til dæmis til þess að menn hafi, að minnsta kosti í ákveðnum fyrirtækjum, reynt að temja sér hófsemi eða fyrirhyggju í

Suðurlandsskjálftinn: 733 milljónir í styrki

Íslenska ríkið mun greiða út 733 milljónir króna í styrki vegna jarðskjálftans á Suðurlandi þann 29. maí í fyrra. Stærsti hluti þess, eða 402 milljónir, fara til einstaklinga sem urðu fyrir tjóni en tryggingar ná ekki til. Þá fara 200 milljónir króna til sveitarfélaga á svæðinu vegna fyrstu viðbragða við skjálftanum.

Ísland gerir ráð fyrir fleiri sjó- og mengunarslysum í norðurhöfum

Ísland hefur tekið við formennskunni í Norrænu ráðherraráðinu og leggur til þar að komið verði á fót gagnabanka um siglingarleiðir í norðurhöfum. Íslenskir ráðmenn gera ráð fyrir að fleiri sjó- og mengunarslys verði á þessum slóðum í kjölfar þess að heimskautsísinn hopar stöðugt og fleiri leiðir opnast fyrir skipasiglingar.

Hnífakastarinn ákærður

Búið er að gefa út ákæru á hendur þriggja barna föður sem grunaður er um að hafa beitt þrjú börn sín hrottalegu ofbeldi.

Hátt í 30 nýnemar í Lögregluskólanum

Tuttugu og níu nýnemar hófu í gær nám á fyrstu önn grunnnámsdeildar Lögregluskóla ríkisins. Námið á önninni tekur um fjóra mánuði og í september 2009 fara nemendurnir í fjögurra mánaða starfsþjálfun í lögreglunni, eftir því sem fram kemur á vef

„Farðu til Íslands, en komdu ekki aftur"

„Bróðir mannsins míns fór um daginn í útlendingaeftirlitið til að endurnýja ferðaleyfið sitt. Hann fékk það endurnýjað en konan sem afgreiddi hann spurði hann af hverju hann færi ekki bara til Íslands eins og bróðir sinn?

Seldi dóttur sína fyrir bjór og Gatorade

Kaliforníubúi á fertugsaldri seldi 14 ára dóttur sína fyrir bjór, kjöt og reiðufé. Kaupandinn var 18 ára gamall maður en upp komst um þessi vafasömu viðskipti þegar sá stóð ekki skil á hluta kaupverðsins. Faðirinn brást þá hinn versti við og hringdi í lögregluna.

Ísraelsmenn sækja að miðju Gaza-borgar

Ísraelsmenn sóttu áfram í átt að miðju Gaza-borgar í morgun. Tæplega eitt þúsund Palestínumenn hafa nú fallið í átökunum. Jakob Kellenberger, forseti alþjóðlega Rauða krossins, er staddur á Gaza-ströndinni í þriggja daga heimsókn og sagði það skelfilegt sem fyrir augu bar.

Sjóræningjar létu tyrkneskt skip af hendi

Sómalskir sjóræningjar létu í gær af hendi tyrkneskt flutningaskip sem þeir náðu á sitt vald fyrir tveimur mánuðum úti fyrir strönd Jemen. Skipið var á leið til Mumbai í Indlandi með 4.500 tonn af efnavörum þegar því var rænt í nóvember.

Eldur í Sjálfsbjargarhúsinu í nótt

Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði út frá lampa í herbergi í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún í Reykjavík í nótt.

Mafíusíða á Facebook þykir uggvænleg

Síða á samskiptavefnum Facebook, sem er eins konar aðdáendaklúbbur sumra alræmdustu mafíuforingja Ítalíu, hefur nú vakið ugg hjá samtökunum Libera sem berjast gegn mafíunni og áhrifum hennar.

Sprengjuhótun seinkaði flugi til Pakistan

Um 300 farþegum, sem fljúga áttu með pakistanska flugfélaginu PIA frá Gardermoen-flugvellinum í Ósló til Pakistan, var fylgt frá borði laust fyrir klukkan fimm í gærdag eftir að sprengjuhótun barst upplýsingaborði flugvallarins símleiðis frá Pakistan.

Drukkinn dómari til ama í London

Dómari á sextugsaldri við undirrétt í London hefur verið sviptur dómararéttindum í sex mánuði eftir að fylgja þurfti henni út úr réttarsalnum vegna ölvunar.

Átta handteknir eftir póstrán

Átta manns voru handteknir á sex stöðum í bresku borginni Birmingham í gærmorgun í mikilli lögregluaðgerð.

Rússneskur togari fórst í Barentshafi

Rússneskur togari sökk suðvestur af Bjarnarey í Barentshafi í gær og komst öll áhöfnin i björgunarbáta nema skipstjórinn, sem fórst. Áhöfninni var bjargað um borð í tvo aðra rússneska togara og sótti þyrla frá Svalbarða tvo slasaða úr áhöfninni og flaug með þá á sjúkrahús.

Átján ökumenn ljóslausir

Lögreglan á Selfossi stöðvaði átján ökumenn í gærkvöldi þar sem ljósabúnaður á bílum þeirra var ekki í lagi. Þeir voru skrifaðir upp og gefinn frestur til lagfæringa, en ekki sektaðir að svo stöddu.

Ölvaðir ökumenn gerðu víðreist í nótt

Ölvaður ökumaður ók út af Eyjafjarðarbraut við Akureyri í gækvöldi og hafnaði ofan í skurði. Hann slapp ómeiddur en ökumaður sem kom þar að taldi hinn óheppna ekki með fullri rænu og hringdi á lögreglu.

Veikur sjómaður sóttur á þyrlu

Sjómaður veiktist alvarlega um borð í íslensku fiskiskipi þegar það var statt 50 sjómílur norður af Horni síðdegis í gær. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og sendi Landhelgisgæslan þyrlu eftir manninum.

Óviðunandi ógn við ráðherra

Lögreglumenn á vettvangi tóku ekki eftir því þegar mótmælandi við Alþingishúsið veittist að forsætisráðherra eftir að hafa stjakað við lögreglumanni. Forseti Alþingis segir tilburðina vera algerlega óviðunandi.

Fjármálaráðherraefni Obama klúðraði skattaskýrslu

Timothy Geithner, tilvonandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, gerði mannleg mistök þegar hann fyllti út skattaskýrslu sína, að mati Roberts Gibbs tilvonandi talsmanns Hvíta hússins. Gerðar hafa verið athugasemdir við greiðslur Geithners til húshjálpar sem starfaði eitt sinn á heimili hans.

Elín og Birna á sex mánaða biðlaunum

Ráðningarsamningar Birnu Einarsdóttur, bankastjóri Nýja Glitnis, og Elínar Sigfúsdóttur, bankastjóra Nýja Landsbankans, eru ótímabundnir og eiga þær báðar rétt á sex mánaða biðlaunum. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, var ráðinn tímabundið til sex mánuða og rennur ráðningarsamningur hans út í apríl. Þetta kom fram í Kastljósi fyrr í kvöld.

Vilja bæta fyrir skemmdir á tækjabúnaði Stöðvar 2

Hópur mótmælenda býðst til að safna fé vegna skemmda sem urðu á tækjabúnaði Stöðvar 2 við Hótel Borg þegar Kryddsíldin fór þar fram á gamlársdag. Fólkið óskar eftir upplýsingum um skemmdirnar frá óháðum aðila. Jafnframt furðar hópurinn á sig því að Ari Edwald, forstjóri 365, telji sig hafa vald til að geta sagt lögreglu til hvernig hún eigi að haga störfum sínum. Undir bréfið skrifa Agnar Kr. Þorsteinsson, Björg Sigurðardóttir og Gunnar Gunnarsson.

Minnir þingmenn Samfylkingarinnar á stefnu flokksins

Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, minnir flokksfélaga sína á þingi á stefnu flokksins og sérstaklega á þann hluta hennar sem fjallar um lýðræðismál. Hún segir flokksfélaga um land uggandi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hlusti kjörnir fulltrúar ekki á raddir fólksins fá þeir umboð sitt ekki endurnýjað.

Alda innbrota á höfuðborgarsvæðinu

Alda innbrota gengur nú yfir höfuðborgarsvæðið og er talið að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða í sumum tilfellum. Versnandi efnahagur er hugsanlega hluti af vandanum, segir yfirlögregluþjónn.

Fjórir sendiherrabústaðir til sölu

Utanríkisráðuneytið undirbýr nú sölu á fjórum sendiherrabústöðum. Um er að ræða bústaðina í New York, Washington, London og Osló. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður geti hagnast um 500 til 1000 milljónir króna á sölu fasteignanna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Óvíst með framvindu Héðinsfjarðarganga

Óvissa ríkir um framvindu Héðinsfjarðarganga, þar sem kostnaður við framkvæmdina hefur stóraukist. Tékkneski verktakinn Metrostav á í vandræðum með að klára verkið.

Bankastjórastöður ríkisbankanna auglýstar

Stöður bankastjóra ríkisbankanna verða auglýstar lausar til umsóknar á næstu dögum. Þetta var ákveðið í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar funduðu Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni M. Matthiesen fjármálaráðherra með formönnum bankaráða Landsbanka, Glitnis og Kaupþings í dag. Á fundinum mun hafa verið farið yfir starfsmannamál bankanna og ráðherrarnir tilkynnt formönnum bankaráðanna að það væri vilji ríkisvaldsins, sem eiganda bankanna, að stöður bankastjóranna yrðu auglýstar lausar til umsóknar.

Vilja að Guðlaugur endurskoði ákvörun um St. Jósefsspítala

Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar heilsugæslustöðvanna í Hafnarfirði og Garðabæ lýsa yfir áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum vegna ákvörðunar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, um stórfelldar breytingar á starfsemi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Starfsfólkið vill að Guðlaugur endurskoði ákvörðun sína.

Lúðvík og Guðlaugur funduðu um St. Jósefsspítala

Heilbrigðisráðherra og bæjarstjórinn í Hafnarfirði funduðu um Sánkti Jósefsspítala í dag og eru sammála um að skoða verði alla heilbrigðisþjónustuna í bænum í samhengi. Bæjarstjórinn segir spítalann mikilvægan í almennri heilbrigðisþjónustu í bænum.

Sjá næstu 50 fréttir