Innlent

Grunur um íkveikju á Tryggvagötu

Frá Tryggvagötu 10. Mynd/ Ingólfur Júlíusson.
Frá Tryggvagötu 10. Mynd/ Ingólfur Júlíusson.

Fjölskylda býr á hæð í húsinu við Tryggvagötu sem kviknaði í um hádegisbilið. Slökkvilið hefur staðfest við fréttamann Stöðvar 2 sem er á staðnum að vísbendingar séu um að kveikt hafi verið í húsinu. Talið er að málið tengist að einhverju leyti erjum hjá fjölskyldunni sem býr í húsinu.

Húsið, sem er byggt árið 1918, er að öðru leyti nýtt sem geymsla. Það var friðlýst og að sögn Þorbergs Halldórssonar, eiganda hússins, stóð til að það yrði gert upp.

 
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×