Erlent

Rússneskur togari fórst í Barentshafi

Á Barentshafi.
Á Barentshafi. MYND/Flickr.com

Rússneskur togari sökk suðvestur af Bjarnarey í Barentshafi í gær og komst öll áhöfnin i björgunarbáta nema skipstjórinn, sem fórst. Áhöfninni var bjargað um borð í tvo aðra rússneska togara og sótti þyrla frá Svalbarða tvo slasaða úr áhöfninni og flaug með þá á sjúkrahús.

Ekki er vitað um tildrög þessa en hafís mun vera á svæðinu. Tvö íslensk skip eru nú að veiðum í Barentshafi og eitt á leiðinni en þau eru mun sunnar og nær Noregi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×