Innlent

Eldurinn slökktur á Tryggvagötu

MYNDIR/Villi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Tryggvagötu 10 rétt eftir klukkan eitt. Sjónarvottar segja að um mikinn eld hafi að ræða og Kjartan Skaptason sem leigir aðstöðu í húsinu segist halda að kveikt hafi verið í. Mikill reykur kom út um glugga og dyr hússins og voru þrír slökkviliðsbílar á svæðinu. Eftir að slökkviliðið hóf slökkvistörf gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins.

Erna Kaaber, sem rekur veitingastað í næsta húsi segir að á tímabili hafi eldtungurnar staðið út um glugga á húsinu og í stigagangi þess en síðan hafi aðeins verið um gríðarlega mikinn reyk að ræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×