Óvíst með framvindu Héðinsfjarðarganga 13. janúar 2009 18:47 Óvissa ríkir um framvindu Héðinsfjarðarganga, þar sem kostnaður við framkvæmdina hefur stóraukist. Tékkneski verktakinn Metrostav á í vandræðum með að klára verkið. Fall krónunnar og ýmsar kostnaðarhækkanir hafa orðið til þess að tékkneski verktakinn Metrostav er í vandræðum með að klára Héðinsfjarðargöng. Fyrirtækið á nú í viðræðum við Vegagerðina vegna málsins þar sem farið er fram á að Vegagerðin komi að einhverju leyti til móts við fyrirtækið. Metrostav bauð lægst í göngin og hefur unnið ásamt Háfelli að framkvæmdum sem hafa dregist nokkuð vegna vatnsaga. Þegar bankarnir hrundu sem og gengið versnuðu enn aðstæður fyrirtækisins. Skömmu fyrir jól óskuðu talsmenn Metrostav eftir fundum með Vegagerðinni og standa viðræður yfir. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi hjá Vegagerðinni segir að forráðamenn Metrostav hafi dregið upp dökka mynd af stöðu sinni stöðu vegna verksins. Að óbreyttu verður slegið í gegn í mars en dýrari hluti Héðinsfjarðarganga, einhverrar umdeildustu samgönguframkvæmdar landsins, er þá eftir. Vegagerðin vill ekki svara því að óbreyttu hvort ríkið muni koma á móts við verktakann en það myndi þýða enn aukinn kostnað fyrir skattgreiðendur. Í upphafi var kostnaður ganganna metinn á 7 milljarða en ljóst er að sú fjárhæð hefur þegar hækkað töluvert vegna verðbólgu og vaxta. Samtals var í gær búið að sprengja 9.832 m eða 93% af heildarlengd en 738 metrar eru eftir. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Óvissa ríkir um framvindu Héðinsfjarðarganga, þar sem kostnaður við framkvæmdina hefur stóraukist. Tékkneski verktakinn Metrostav á í vandræðum með að klára verkið. Fall krónunnar og ýmsar kostnaðarhækkanir hafa orðið til þess að tékkneski verktakinn Metrostav er í vandræðum með að klára Héðinsfjarðargöng. Fyrirtækið á nú í viðræðum við Vegagerðina vegna málsins þar sem farið er fram á að Vegagerðin komi að einhverju leyti til móts við fyrirtækið. Metrostav bauð lægst í göngin og hefur unnið ásamt Háfelli að framkvæmdum sem hafa dregist nokkuð vegna vatnsaga. Þegar bankarnir hrundu sem og gengið versnuðu enn aðstæður fyrirtækisins. Skömmu fyrir jól óskuðu talsmenn Metrostav eftir fundum með Vegagerðinni og standa viðræður yfir. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi hjá Vegagerðinni segir að forráðamenn Metrostav hafi dregið upp dökka mynd af stöðu sinni stöðu vegna verksins. Að óbreyttu verður slegið í gegn í mars en dýrari hluti Héðinsfjarðarganga, einhverrar umdeildustu samgönguframkvæmdar landsins, er þá eftir. Vegagerðin vill ekki svara því að óbreyttu hvort ríkið muni koma á móts við verktakann en það myndi þýða enn aukinn kostnað fyrir skattgreiðendur. Í upphafi var kostnaður ganganna metinn á 7 milljarða en ljóst er að sú fjárhæð hefur þegar hækkað töluvert vegna verðbólgu og vaxta. Samtals var í gær búið að sprengja 9.832 m eða 93% af heildarlengd en 738 metrar eru eftir.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira