Innlent

Veikur sjómaður sóttur á þyrlu

Sjómaður veiktist alvarlega um borð í íslensku fiskiskipi þegar það var statt 50 sjómílur norður af Horni síðdegis í gær. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og sendi Landhelgisgæslan þyrlu eftir manninum.

Þyrlan tók viðbótareldsneyti á Ísafirði á útleiðinni og gekk vel að hífa sjómanninn um borð. Hún lenti í Reykjavík á ellefta tímanum og var sjómaðurinn kominn undir læknishendur skömmu síðar. Fréttastofunni er ekki nánar kunnugt um líðan hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×