Innlent

Menn reyndu hvorki að temja sér hófsemi né fyrirhyggju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur.
Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur.

Margt bendir til þess að rótleysi og lítil áhersla á grunngildi hafi dregið menn út á hálan ís í íslensku viðskiptalífi að undanförnu. Fátt bendir til dæmis til þess að menn hafi, að minnsta kosti í ákveðnum fyrirtækjum, reynt að temja sér hófsemi eða fyrirhyggju í fjárfestingum á síðustu árum. Þetta segir Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík.

Á málfundi í Háskólanum í Reykjavík í gær var fjallað um hugtakið siðrof. Stefán segir að tilgangurinn hafi verið sá að velta upp þeirri spurningu hvort rétt væri að spegla þá atburði sem áttu sér stað hér á Íslandi á haustdögum í þessu tiltekna hugtaki. Það er að segja að velta því upp hvort að ákveðin einkenni siðrofs hafi komið fram í aðdraganda og falli bankanna. „Til þess fengum við til okkar dr. Jón Gunnar Bernburg félagsfræðing og dr. Jón Ólafsson heimspeking sem fluttu framsöguræður og í pallborði eftir þær sátu fyrir svörum ásamt frummælendum þau Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Ólafur Stephensen ritstjóri Morgunblaðsins," segir Stefán Einar í samtali við Fréttastofu.

„Við teljum að efni fundarins eigi erindi við almenning í landinu því nú er mjög mikilvægt að yfirveguð umræða fari fram til þess að gera upp það mikla hrun sem átti sér stað þar sem reynt verður að átta sig á því hvar þjóðin stóð á krossgötum, hvar hefði þurft að grípa inn í á fyrri stigum máls og svo framvegis," bætir Stefán við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×