Fleiri fréttir Ólafur Þór verður sérstakur saksóknari Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur í dag, að höfðu samráði við fulltrúa allra þingflokka í allsherjarnefnd Alþingis, falið Ólafi Þór Haukssyni, sýslumanni á Akranesi, að gegna embætti sérstaks saksóknara. 13.1.2009 16:11 400.000 króna sekt vegna fíkniefnaaksturs Karlmaður var dæmdur til að greiða 400.000 króna sekt í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að hafa þrisvar sinnum verið stöðvaður af lögreglu undir áhrifum fíkniefna og í eitt sinn verið farþegi í bíl sem lögregla fann fíkniefni í. Hann mætti ekki við þingfestingu málsins. 13.1.2009 15:49 Lenti með dautt á öðrum hreyflinum Lögregla og slökkvilið voru í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflugvelli nú fyrir stundu þegar kennsluvél kom inn til lendingar með dautt á öðrum hreyflinum. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu lenti vélin heilu og höldnu á vellinum. Götum í nágrenni við flugvöllinn var lokað af þessum sökum, meðal annars Snorrabrautin, en slökkvilið segir það ávallt gert í tilvikum sem þessum. 13.1.2009 15:39 Íslendingar til Zimbabwe vegna kólerufaraldurs Hjúkrunarfræðingarnir Hildur Magnúsdóttir og Maríanna Csillaq halda til Zimbabwe í dag og á morgun til að taka þátt í neyðaraðgerðum Rauða krossins vegna kólerufaraldurs í landinu. Þær munu starfa með neyðarteymum norska og finnska Rauða krossins. Fyrir er í Zimbabwe Huld Ingimarsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins sem hefur stjórnað matvæladreifingu í landinu frá því í október. 13.1.2009 15:33 30% með bílalán í erlendri mynt Í nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ er lánasamsetning íslenskra heimila skoðuð. Þar kemur fram að langflestir eða 62% eru með verðtryggt húsnæðislán í íslenskum krónum. Næst algengust eru bílalán í erlendri mynt en 30% aðspurðra eru með slík lán. 13.1.2009 15:22 Skíðasvæðið á Siglufirði opið - gott færi Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá kl 16-20 við frábærar aðstæður. Í tilkynningu frá skíðasvæðinu segir að verður og færi séu eins og best verði á kosið, S-gola, -6c° og heiðskírt. 13.1.2009 15:02 Stakk hníf í gegnum hendi manns Tuttugu og sjö ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir fyrir að hafa stungið mann með eldhúshnífi í hægri hönd þannig að hnífurinn fór í gegnum höndina. Sauma þurfti saman skurðinn sem hlaust af hnífnum. Ákæra gegn manninum var gefin út 22 desember en málið var þingfest í héraðsdómi í gær. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins. 13.1.2009 14:46 Býður sig fram gegn Geir Haarde Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í lok mánaðarins. Snorri segist ekki vera neitt sérstakur pólitíkus en telur sig geta tekið til hendinni. Hann finnur fyrir gríðarlegum stuðningi innan flokksins og segist hafa talað við stjórnmálafræðinga sem styðji við bakið á sér. 13.1.2009 14:31 Mennirnir enn í haldi lögreglu Mennirnir tveir sem handteknir voru við Alþingi í morgun eftir að þeir brutu öryggismyndavél við húsið eru enn í haldi lögreglunnar. Búist er við því að teknar verði skýrslur af mönnunum síðar í dag og þeim síðan sleppt, eins og venja er í málum af þessu tagi. 13.1.2009 13:23 Níu stöðvaðir án ökuréttinda Níu réttindalausir ökumenn voru stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Að sögn lögreglu höfðu fimm þeirra þegar verið sviptir ökuleyfi og fjórir höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Á sama tímabili voru fimmtíu umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar en þrjú þeirra má rekja til aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 13.1.2009 13:23 Miklar hættur í kringum okkur Það eru miklar hættur á ferðinni í nálægum löndum eins og við sjáum á viðbrögðum ríkisstjórna um allan heim, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund i dag. 13.1.2009 12:34 Kraftaverkabarn í Bretlandi Jayne Soliman upplifði aldrei að sjá dóttur sína. Hún var gengin 26 vikur þegar hún missti meðvitund á heimili sínu í Bracknell. 13.1.2009 12:21 Foringjar Hamas vígreifir Um hálf milljón manna býr í Gaza borg. Óvíst er hvort Ísraelar leggja í að fara með skriðdreka langt inn í borgina. Þeir eiga erfitt með að athafna sig nema helst á aðalgötum borgarinnar. 13.1.2009 12:15 Þingvallavegur lokaður í dag Þingvallavegi númer 36 var lokað klukkan níu í morgun og verður svo fram til klukkan fimm í dag, þar sem verið er að skipta um ræsi í veginum. Vegagerðin bendir vegfarendum á að aka Suðurlandsveg og Biskupstungnabraut að Þingvöllum á meðan. 13.1.2009 12:15 Vill tryggja að sem fæstir lendi á atvinnuleysisskrá „Atvinnuleysi er því miður að aukast en okkar verkefni er að tryggja að sem fæstir lendi á atvinnuleysisskrá og þeir séu þar sem styst," sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. 13.1.2009 12:07 Atvinnuleysi jókst um 45 prósent á milli mánaða Skráð atvinnuleysi var tæp fimm prósent í desember og jókst það um 45 prósent að meðaltali frá mánuðinum á undan. Búist er við að atvinnuleysi aukist verulega nú í janúar. 13.1.2009 12:01 Segist ekki hafa hótað ræðumanni á borgarafundi Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur, sem hélt framsögu á borgarafundinum í Háskólabíói í gær, sagði í ræðu sinni að ónefndur ráðherra hefði hringt í sig fyrir fundinn og hvatt sig til þess að gæta orða sinna á fundinum vegna starfsheiðurs síns og framamöguleika. 13.1.2009 11:23 Ók á barn og stakk af Ekið var á barn í Suðurhólum í Breiðholti laust upp úr klukkkan átta í morgun þegar það var á leið í skólann. Þetta gerðist á móts við Hólabrekkuskóla, og ók ökumaður af vettvangi án þess að gæta að líðan barnsins. Það slasaðist lítið en var flutt á Slysadeild til skoðunar og aðhlynningar. 13.1.2009 10:41 Atvinnulaus vann 19 milljónir í lottóinu um helgina Allir þrír vinningshafarnir í lottóútdrættinum á laugardaginn eru búnir að hafa samband við Íslenska getspá. Tveir þeirra keyptu miðana sína á lotto.is og einn keypti miðann í N1 við Háholt í Mosfellsbæ. 13.1.2009 10:34 Reiknar með að ráða sérstakan saksóknara í dag Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra sagðist vongóður um að ráðið yrði í starf sérstaks saksóknara Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Framlengdur umsóknarfrestur rann út í gær en einn aðili sótti um starfið. 13.1.2009 10:07 Sjálfstæðiskonur fordæma árásir Ísraela Landssamband sjálfstæðiskvenna samþykkti í gærkvöldi ályktun á stjórnarfundi þar sem framferði Ísraelsmanna á Gaza er fordæmt. 13.1.2009 09:52 Tveir handteknir við Alþingishúsið - myndband Hópur mótmælenda tók sér stöðu fyrir framan inngang Alþingishússins og reyndu þau að varna ráðherrum inngöngu í húsið í morgun. Um þrjátíu manns tóku þátt í aðgerðinni og gerðu þau tilraun til þess að varna því að að Geir H. Haarde forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kæmust inn. Lögreglumenn aðstoðuðu ráðherrana að lokum við að komast inn í húsið en ríkisstjórnarfundur hófst þar klukkan hálftíu. 13.1.2009 09:27 Jamie Oliver bjargar beikoninu Breski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver kemur nú þarlendum svínakjötsiðnaði til bjargar og hvetur landa sína til að velja breskt beikon umfram innflutt. 13.1.2009 08:14 Ísraelar herða enn tak sitt á Gaza-svæðinu Ísraelar herða enn heljartak sitt á Gaza-svæðinu og mátti heyra mikinn sprengigný frá Gaza-borg í morgun. 13.1.2009 08:10 Þriðji síðasti breski eftirlifandi fyrri heimsstyrjaldar fallinn Einn þriggja eftirlifandi breskra hermanna sem börðust í fyrri heimsstyrjöldinni lést í gær, 108 ára að aldri. 13.1.2009 07:55 Grískum skipajöfri rænt Þrír vopnaðir menn rændu gríska skipajöfrinum Pericles Panagopoulos í gær þegar hann var að yfirgefa heimili sitt í úthverfi höfuðborgarinnar Aþenu. 13.1.2009 07:27 Brown segir atvinnulausa ekki yfirgefna Tala atvinnulausra í Bretlandi nálgast nú tvær milljónir og hefur verið tilkynnt um yfir 2.000 uppsagnir á allra síðustu dögum. Gordon Brown forsætisráðherra lýsti því yfir í gær að fólk sem misst hefði vinnuna yrði ekki yfirgefið af stjórnvöldum. 13.1.2009 07:25 Dæmdir fyrir að berja blaðburðardreng til bana Þrír Danir á aldrinum 16 - 19 ára voru í gær dæmdir í þriggja, fjögurra og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að berja 15 ára gamlan blaðburðardreng til bana á Amager í mars í fyrra. 13.1.2009 07:23 Í lífshættu eftir skotárás á Vesterbro Maður á fertugsaldri er lífshættulega særður eftir skotárás í Vesterbro í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Vitni segjast hafa heyrt fimm eða sex skothvelli og staðfestir lögregla að maðurinn hafi fengið að minnsta kosti eitt skot í brjóstið. 13.1.2009 07:21 Kolmunnaveiðar í stað loðnu Sex stór fjölveiðiskip, sem í venjulegu árferði væru byrjuð loðnuveiðar, hafa gefið þær veiðar upp á bátinn í bili að minnsta kosti, og eru farin til kolmunnaveiða suður af Færeyjum. 13.1.2009 07:16 Rússar skrúfuðu frá gasinu klukkan sjö Rússar hétu því að skrúfa á ný frá gasflæði til Evrópu gegnum Úkraínu klukkan sjö. Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, fyrirskipaði í gær að svo yrði gert. 13.1.2009 07:14 Lögregla leitar enn manns vegna ránstilraunar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að ungum manni, sem gerði tilraun til vopnaðs ráns í matvöruverslun í austurborginni í gærdag. 13.1.2009 07:12 Guðlaugur biðst afsökunar á bankahruninu ,,Ég er ekkert að þræta fyrir það og get alveg sagt eins og er að ég sá ekki þessa hluti fyrir. Mér þykir það bara mjög miður og biðst afsökunar á því," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, aðspurður í Kastljósi fyrr í kvöld um hlut Sjálfstæðisflokksins í falli bankanna og þeim efnahagsþrengingum sem landsmenn ganga nú í gegnum. 12.1.2009 22:03 Heilbrigðiskerfið einkavætt í skjóli kreppu Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu standi yfir í skjóli kreppunnar. Hann segir afar mikilvægt að Guðlaugur Þór Þórðarsson, ráðherra heilbrigðismála, komi hreint til dyranna hvað þau mál varðar. 12.1.2009 21:22 Þétt setið á borgarafundi Áttundi opni borgarafundurinn í Háskólabíói er að hefjast og salurinn þétt setinn og fá sæti laus. Fundarefnið í kvöld er íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar. Spurt er hvað fór úrskeiðis og fjallað verður um hriplekt lagaumhverfi og veikar eftirlitsstofnanir, eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum fundarins. 12.1.2009 20:01 Bush flytur lokakveðju á fimmtudag George W. Bush mun flytja lokakveðju úr Hvíta húsinu á fimmtudagskvöld. Þetta hefur AP fréttastofan eftir Dana Perino upplýsingafulltrúa Hvíta hússins. Perino segir að ávarp Bush verði flutt á kjörtíma. Nákvæm tímasetning hefur hins vegar ekki verið valin. 12.1.2009 21:36 Ingibjörg fékk hlýjar móttökur í Stokkhólmi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fékk hlýjar móttökur þegar hún og eigingmaður hennar, Hjörleifur Sveinbjörnsson, komu til Stokkkhólms á laugardaginn þar sem Ingibjörg gengst undir geislameðferð á Karólínska sjúkrahúsinu. Um er að ræða lokahnykk á meðferð Ingibjargar. 12.1.2009 19:45 Óljóst hvort leyfilegt verður að greiða út séreignarsparnað Niðurstöðu er að vænta um hvort leyft verði að greiða fólki út séreignarlífeyrisparnað sinn. Skiptar skoðanir eru um málið, en fjármálaráðherra vill ekki tjá sig um það. 12.1.2009 19:15 Seðlabankinn reistur við úr tæknilegu gjaldþroti Seðlabanki Íslands mun afskrifa 75 milljarða af kröfum fjármálafyrirtækja. Verið er að reisa Seðlabankann við úr því tæknilega gjaldþroti sem hann kom sér í og reikningurinn er sendur til skattgreiðenda, segir hagfræðingur. 12.1.2009 18:30 Útilokar ekki uppsagnir Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, útilokar ekki að starfsfólki heilbrigðisstofnanna verði sagt upp störfum í tengslum við fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á heilbrigðiskerfinu. ,,Ég get ekkert fullyrt um það yfir línuna," sagði Guðlaugur aðspurður í Kastljósi í kvöld hvort hann gæti fyllyrt að engum verði sagt upp vegna aðgerðanna. Hann sagði að kerfið sé í stöðugri þróun. 12.1.2009 20:08 Innganga Íslands í ESB hefði ekki áhrif í Noregi Talsmaður norska Miðflokksins í utanríkismálum hefur ekki trú á því að það hefði mikil áhrif í Noregi, ef Ísland yrði meðlimur í Evrópusambandinu. Þriggja manna sendinefnd flokksins fundaði með forsætisráðherra í dag um stöðuna í íslenskum stjórnmálum. 12.1.2009 19:30 Chavez segir að Castro komi ekki á nýjan leik Einn besti vinur Fidels Castro segir að hann muni tæpast koma fram opinberlega á nýjan leik. Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir ólíklegt að Fidel Castro eigi eftir að koma opinberlega. Hann útskýrði þessi orð ekki nánar. 12.1.2009 19:15 Minni og færri jólatré prýddu heimili landsmanna Færri og minni jólatré prýddu heimili landsmanna um jólin ef marka má trén sem borgarstarfsmenn hafa hirt upp síðustu daga. Borgarstarfsmenn hafa síðustu daga haft í nógu við að safna saman jólatrjám sem borgarbúar sem borgarbúar hafa losað sig við eftir jólin. 12.1.2009 19:05 Spillingarákærum á hendur Zuma vísað frá Æðsti áfrýjunardómstóll Suður-Afríku hefur snúið við úrskurði undirréttar sem vísaði frá spillingarákærum á hendur Jakob Zuma, formanni Afríska þjóðarráðsins. Mál verður því höfðað gegn honum á nýjan leik. Jakob Zuma verður að öllum líkindum næsti forseti Suður-Afríku. 12.1.2009 18:57 Rússar dæla gasi til Evrópu á morgun Rússar segjast munu byrja aftur að dæla gasi til Evrópu á morgun eftir að lausn fannst loks á deilu þeirra við Úkraínu. Milljónir Evrópubúa hafa skolfið af kulda á heimilum sínum síðan Rússar hættu að gæla gasinu síðastliðinn miðvikudag. 12.1.2009 18:50 Sjá næstu 50 fréttir
Ólafur Þór verður sérstakur saksóknari Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur í dag, að höfðu samráði við fulltrúa allra þingflokka í allsherjarnefnd Alþingis, falið Ólafi Þór Haukssyni, sýslumanni á Akranesi, að gegna embætti sérstaks saksóknara. 13.1.2009 16:11
400.000 króna sekt vegna fíkniefnaaksturs Karlmaður var dæmdur til að greiða 400.000 króna sekt í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að hafa þrisvar sinnum verið stöðvaður af lögreglu undir áhrifum fíkniefna og í eitt sinn verið farþegi í bíl sem lögregla fann fíkniefni í. Hann mætti ekki við þingfestingu málsins. 13.1.2009 15:49
Lenti með dautt á öðrum hreyflinum Lögregla og slökkvilið voru í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflugvelli nú fyrir stundu þegar kennsluvél kom inn til lendingar með dautt á öðrum hreyflinum. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu lenti vélin heilu og höldnu á vellinum. Götum í nágrenni við flugvöllinn var lokað af þessum sökum, meðal annars Snorrabrautin, en slökkvilið segir það ávallt gert í tilvikum sem þessum. 13.1.2009 15:39
Íslendingar til Zimbabwe vegna kólerufaraldurs Hjúkrunarfræðingarnir Hildur Magnúsdóttir og Maríanna Csillaq halda til Zimbabwe í dag og á morgun til að taka þátt í neyðaraðgerðum Rauða krossins vegna kólerufaraldurs í landinu. Þær munu starfa með neyðarteymum norska og finnska Rauða krossins. Fyrir er í Zimbabwe Huld Ingimarsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins sem hefur stjórnað matvæladreifingu í landinu frá því í október. 13.1.2009 15:33
30% með bílalán í erlendri mynt Í nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ er lánasamsetning íslenskra heimila skoðuð. Þar kemur fram að langflestir eða 62% eru með verðtryggt húsnæðislán í íslenskum krónum. Næst algengust eru bílalán í erlendri mynt en 30% aðspurðra eru með slík lán. 13.1.2009 15:22
Skíðasvæðið á Siglufirði opið - gott færi Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá kl 16-20 við frábærar aðstæður. Í tilkynningu frá skíðasvæðinu segir að verður og færi séu eins og best verði á kosið, S-gola, -6c° og heiðskírt. 13.1.2009 15:02
Stakk hníf í gegnum hendi manns Tuttugu og sjö ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir fyrir að hafa stungið mann með eldhúshnífi í hægri hönd þannig að hnífurinn fór í gegnum höndina. Sauma þurfti saman skurðinn sem hlaust af hnífnum. Ákæra gegn manninum var gefin út 22 desember en málið var þingfest í héraðsdómi í gær. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins. 13.1.2009 14:46
Býður sig fram gegn Geir Haarde Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í lok mánaðarins. Snorri segist ekki vera neitt sérstakur pólitíkus en telur sig geta tekið til hendinni. Hann finnur fyrir gríðarlegum stuðningi innan flokksins og segist hafa talað við stjórnmálafræðinga sem styðji við bakið á sér. 13.1.2009 14:31
Mennirnir enn í haldi lögreglu Mennirnir tveir sem handteknir voru við Alþingi í morgun eftir að þeir brutu öryggismyndavél við húsið eru enn í haldi lögreglunnar. Búist er við því að teknar verði skýrslur af mönnunum síðar í dag og þeim síðan sleppt, eins og venja er í málum af þessu tagi. 13.1.2009 13:23
Níu stöðvaðir án ökuréttinda Níu réttindalausir ökumenn voru stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Að sögn lögreglu höfðu fimm þeirra þegar verið sviptir ökuleyfi og fjórir höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Á sama tímabili voru fimmtíu umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar en þrjú þeirra má rekja til aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 13.1.2009 13:23
Miklar hættur í kringum okkur Það eru miklar hættur á ferðinni í nálægum löndum eins og við sjáum á viðbrögðum ríkisstjórna um allan heim, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund i dag. 13.1.2009 12:34
Kraftaverkabarn í Bretlandi Jayne Soliman upplifði aldrei að sjá dóttur sína. Hún var gengin 26 vikur þegar hún missti meðvitund á heimili sínu í Bracknell. 13.1.2009 12:21
Foringjar Hamas vígreifir Um hálf milljón manna býr í Gaza borg. Óvíst er hvort Ísraelar leggja í að fara með skriðdreka langt inn í borgina. Þeir eiga erfitt með að athafna sig nema helst á aðalgötum borgarinnar. 13.1.2009 12:15
Þingvallavegur lokaður í dag Þingvallavegi númer 36 var lokað klukkan níu í morgun og verður svo fram til klukkan fimm í dag, þar sem verið er að skipta um ræsi í veginum. Vegagerðin bendir vegfarendum á að aka Suðurlandsveg og Biskupstungnabraut að Þingvöllum á meðan. 13.1.2009 12:15
Vill tryggja að sem fæstir lendi á atvinnuleysisskrá „Atvinnuleysi er því miður að aukast en okkar verkefni er að tryggja að sem fæstir lendi á atvinnuleysisskrá og þeir séu þar sem styst," sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. 13.1.2009 12:07
Atvinnuleysi jókst um 45 prósent á milli mánaða Skráð atvinnuleysi var tæp fimm prósent í desember og jókst það um 45 prósent að meðaltali frá mánuðinum á undan. Búist er við að atvinnuleysi aukist verulega nú í janúar. 13.1.2009 12:01
Segist ekki hafa hótað ræðumanni á borgarafundi Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur, sem hélt framsögu á borgarafundinum í Háskólabíói í gær, sagði í ræðu sinni að ónefndur ráðherra hefði hringt í sig fyrir fundinn og hvatt sig til þess að gæta orða sinna á fundinum vegna starfsheiðurs síns og framamöguleika. 13.1.2009 11:23
Ók á barn og stakk af Ekið var á barn í Suðurhólum í Breiðholti laust upp úr klukkkan átta í morgun þegar það var á leið í skólann. Þetta gerðist á móts við Hólabrekkuskóla, og ók ökumaður af vettvangi án þess að gæta að líðan barnsins. Það slasaðist lítið en var flutt á Slysadeild til skoðunar og aðhlynningar. 13.1.2009 10:41
Atvinnulaus vann 19 milljónir í lottóinu um helgina Allir þrír vinningshafarnir í lottóútdrættinum á laugardaginn eru búnir að hafa samband við Íslenska getspá. Tveir þeirra keyptu miðana sína á lotto.is og einn keypti miðann í N1 við Háholt í Mosfellsbæ. 13.1.2009 10:34
Reiknar með að ráða sérstakan saksóknara í dag Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra sagðist vongóður um að ráðið yrði í starf sérstaks saksóknara Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Framlengdur umsóknarfrestur rann út í gær en einn aðili sótti um starfið. 13.1.2009 10:07
Sjálfstæðiskonur fordæma árásir Ísraela Landssamband sjálfstæðiskvenna samþykkti í gærkvöldi ályktun á stjórnarfundi þar sem framferði Ísraelsmanna á Gaza er fordæmt. 13.1.2009 09:52
Tveir handteknir við Alþingishúsið - myndband Hópur mótmælenda tók sér stöðu fyrir framan inngang Alþingishússins og reyndu þau að varna ráðherrum inngöngu í húsið í morgun. Um þrjátíu manns tóku þátt í aðgerðinni og gerðu þau tilraun til þess að varna því að að Geir H. Haarde forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kæmust inn. Lögreglumenn aðstoðuðu ráðherrana að lokum við að komast inn í húsið en ríkisstjórnarfundur hófst þar klukkan hálftíu. 13.1.2009 09:27
Jamie Oliver bjargar beikoninu Breski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver kemur nú þarlendum svínakjötsiðnaði til bjargar og hvetur landa sína til að velja breskt beikon umfram innflutt. 13.1.2009 08:14
Ísraelar herða enn tak sitt á Gaza-svæðinu Ísraelar herða enn heljartak sitt á Gaza-svæðinu og mátti heyra mikinn sprengigný frá Gaza-borg í morgun. 13.1.2009 08:10
Þriðji síðasti breski eftirlifandi fyrri heimsstyrjaldar fallinn Einn þriggja eftirlifandi breskra hermanna sem börðust í fyrri heimsstyrjöldinni lést í gær, 108 ára að aldri. 13.1.2009 07:55
Grískum skipajöfri rænt Þrír vopnaðir menn rændu gríska skipajöfrinum Pericles Panagopoulos í gær þegar hann var að yfirgefa heimili sitt í úthverfi höfuðborgarinnar Aþenu. 13.1.2009 07:27
Brown segir atvinnulausa ekki yfirgefna Tala atvinnulausra í Bretlandi nálgast nú tvær milljónir og hefur verið tilkynnt um yfir 2.000 uppsagnir á allra síðustu dögum. Gordon Brown forsætisráðherra lýsti því yfir í gær að fólk sem misst hefði vinnuna yrði ekki yfirgefið af stjórnvöldum. 13.1.2009 07:25
Dæmdir fyrir að berja blaðburðardreng til bana Þrír Danir á aldrinum 16 - 19 ára voru í gær dæmdir í þriggja, fjögurra og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að berja 15 ára gamlan blaðburðardreng til bana á Amager í mars í fyrra. 13.1.2009 07:23
Í lífshættu eftir skotárás á Vesterbro Maður á fertugsaldri er lífshættulega særður eftir skotárás í Vesterbro í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Vitni segjast hafa heyrt fimm eða sex skothvelli og staðfestir lögregla að maðurinn hafi fengið að minnsta kosti eitt skot í brjóstið. 13.1.2009 07:21
Kolmunnaveiðar í stað loðnu Sex stór fjölveiðiskip, sem í venjulegu árferði væru byrjuð loðnuveiðar, hafa gefið þær veiðar upp á bátinn í bili að minnsta kosti, og eru farin til kolmunnaveiða suður af Færeyjum. 13.1.2009 07:16
Rússar skrúfuðu frá gasinu klukkan sjö Rússar hétu því að skrúfa á ný frá gasflæði til Evrópu gegnum Úkraínu klukkan sjö. Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, fyrirskipaði í gær að svo yrði gert. 13.1.2009 07:14
Lögregla leitar enn manns vegna ránstilraunar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að ungum manni, sem gerði tilraun til vopnaðs ráns í matvöruverslun í austurborginni í gærdag. 13.1.2009 07:12
Guðlaugur biðst afsökunar á bankahruninu ,,Ég er ekkert að þræta fyrir það og get alveg sagt eins og er að ég sá ekki þessa hluti fyrir. Mér þykir það bara mjög miður og biðst afsökunar á því," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, aðspurður í Kastljósi fyrr í kvöld um hlut Sjálfstæðisflokksins í falli bankanna og þeim efnahagsþrengingum sem landsmenn ganga nú í gegnum. 12.1.2009 22:03
Heilbrigðiskerfið einkavætt í skjóli kreppu Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu standi yfir í skjóli kreppunnar. Hann segir afar mikilvægt að Guðlaugur Þór Þórðarsson, ráðherra heilbrigðismála, komi hreint til dyranna hvað þau mál varðar. 12.1.2009 21:22
Þétt setið á borgarafundi Áttundi opni borgarafundurinn í Háskólabíói er að hefjast og salurinn þétt setinn og fá sæti laus. Fundarefnið í kvöld er íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar. Spurt er hvað fór úrskeiðis og fjallað verður um hriplekt lagaumhverfi og veikar eftirlitsstofnanir, eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum fundarins. 12.1.2009 20:01
Bush flytur lokakveðju á fimmtudag George W. Bush mun flytja lokakveðju úr Hvíta húsinu á fimmtudagskvöld. Þetta hefur AP fréttastofan eftir Dana Perino upplýsingafulltrúa Hvíta hússins. Perino segir að ávarp Bush verði flutt á kjörtíma. Nákvæm tímasetning hefur hins vegar ekki verið valin. 12.1.2009 21:36
Ingibjörg fékk hlýjar móttökur í Stokkhólmi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fékk hlýjar móttökur þegar hún og eigingmaður hennar, Hjörleifur Sveinbjörnsson, komu til Stokkkhólms á laugardaginn þar sem Ingibjörg gengst undir geislameðferð á Karólínska sjúkrahúsinu. Um er að ræða lokahnykk á meðferð Ingibjargar. 12.1.2009 19:45
Óljóst hvort leyfilegt verður að greiða út séreignarsparnað Niðurstöðu er að vænta um hvort leyft verði að greiða fólki út séreignarlífeyrisparnað sinn. Skiptar skoðanir eru um málið, en fjármálaráðherra vill ekki tjá sig um það. 12.1.2009 19:15
Seðlabankinn reistur við úr tæknilegu gjaldþroti Seðlabanki Íslands mun afskrifa 75 milljarða af kröfum fjármálafyrirtækja. Verið er að reisa Seðlabankann við úr því tæknilega gjaldþroti sem hann kom sér í og reikningurinn er sendur til skattgreiðenda, segir hagfræðingur. 12.1.2009 18:30
Útilokar ekki uppsagnir Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, útilokar ekki að starfsfólki heilbrigðisstofnanna verði sagt upp störfum í tengslum við fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á heilbrigðiskerfinu. ,,Ég get ekkert fullyrt um það yfir línuna," sagði Guðlaugur aðspurður í Kastljósi í kvöld hvort hann gæti fyllyrt að engum verði sagt upp vegna aðgerðanna. Hann sagði að kerfið sé í stöðugri þróun. 12.1.2009 20:08
Innganga Íslands í ESB hefði ekki áhrif í Noregi Talsmaður norska Miðflokksins í utanríkismálum hefur ekki trú á því að það hefði mikil áhrif í Noregi, ef Ísland yrði meðlimur í Evrópusambandinu. Þriggja manna sendinefnd flokksins fundaði með forsætisráðherra í dag um stöðuna í íslenskum stjórnmálum. 12.1.2009 19:30
Chavez segir að Castro komi ekki á nýjan leik Einn besti vinur Fidels Castro segir að hann muni tæpast koma fram opinberlega á nýjan leik. Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir ólíklegt að Fidel Castro eigi eftir að koma opinberlega. Hann útskýrði þessi orð ekki nánar. 12.1.2009 19:15
Minni og færri jólatré prýddu heimili landsmanna Færri og minni jólatré prýddu heimili landsmanna um jólin ef marka má trén sem borgarstarfsmenn hafa hirt upp síðustu daga. Borgarstarfsmenn hafa síðustu daga haft í nógu við að safna saman jólatrjám sem borgarbúar sem borgarbúar hafa losað sig við eftir jólin. 12.1.2009 19:05
Spillingarákærum á hendur Zuma vísað frá Æðsti áfrýjunardómstóll Suður-Afríku hefur snúið við úrskurði undirréttar sem vísaði frá spillingarákærum á hendur Jakob Zuma, formanni Afríska þjóðarráðsins. Mál verður því höfðað gegn honum á nýjan leik. Jakob Zuma verður að öllum líkindum næsti forseti Suður-Afríku. 12.1.2009 18:57
Rússar dæla gasi til Evrópu á morgun Rússar segjast munu byrja aftur að dæla gasi til Evrópu á morgun eftir að lausn fannst loks á deilu þeirra við Úkraínu. Milljónir Evrópubúa hafa skolfið af kulda á heimilum sínum síðan Rússar hættu að gæla gasinu síðastliðinn miðvikudag. 12.1.2009 18:50