Óviðunandi ógn við ráðherra 14. janúar 2009 06:45 Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis. „Það er algerlega óviðunandi framkoma að veitast að þingmönnum, sem eru að sinna sínum störfum, á leið til þinghússins," segir Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis. Í gær reyndi lítill hópur fólks að varna því að ráðherrar gætu gengið til ríkisstjórnarfundar í Alþingishúsinu. Þegar Geir Haarde forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra bar að gekk lögregla á milli þeirra og mótmælendanna sem hrópuðu að ríkisstjórnin væri vanhæf. Þá upphófust stimpingar. Einn mótmælendanna, ungur karlmaður, gekk út úr röð þeirra, ýtti við lögreglumanni og gekk síðan óáreittur með ógnandi fasi alveg að forsætisráðherra sem stóð fastur fyrir. Enginn lögreglumaður skarst í leikinn. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að svo virðist sem lögreglumennirnir hafi ekki veitt því eftirtekt þegar mótmælandinn dró sig út úr hópnum og gekk að forsætisráðherra. „Lögreglan var auðsjáanlega að einblína á að reyna að opna leið fyrir fólkið inn í þinghúsið," segir hann. Kristján Kristjánsson, fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherra, segir ráðherrann ekki vilja tjá sig um atburðinn í gær eða öryggismál yfirhöfuð. Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, hvetur hins vegar menn til hófs og kveðst vona að fólk átti sig á því að slíkir tilburðir þjóni engum málstað. Aðspurður hvort eftirleiðis verði hert á öryggisgæslu segir Geir Jón að það sé að nokkru komið undir mati þeirra sem ógn beinist að. „Telji þeir sér ógnað er brugðist við í samræmi við það," segir yfirlögregluþjónninn sem gefur ekkert uppi um fyrirætlanir lögreglunnar. „Við gefum aldrei upp okkar verkferla. Þá værum við að opna allt upp á gátt." Sturla segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að óska eftir aukinni öryggisgæslu við þinghúsið. Hann voni að ekki þurfi til þess að koma. „Það er ekkert óeðlilegt við það að almenningur mótmæli og tjái afstöðu sína til þessa alvarlega ástands sem hefur skapast í samfélaginu en við verðum að trúa því að á Íslandi geti áfram verið samfélag þar sem jafnt almenningur sem stjórnvöld eigi gott skjól." - gar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Það er algerlega óviðunandi framkoma að veitast að þingmönnum, sem eru að sinna sínum störfum, á leið til þinghússins," segir Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis. Í gær reyndi lítill hópur fólks að varna því að ráðherrar gætu gengið til ríkisstjórnarfundar í Alþingishúsinu. Þegar Geir Haarde forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra bar að gekk lögregla á milli þeirra og mótmælendanna sem hrópuðu að ríkisstjórnin væri vanhæf. Þá upphófust stimpingar. Einn mótmælendanna, ungur karlmaður, gekk út úr röð þeirra, ýtti við lögreglumanni og gekk síðan óáreittur með ógnandi fasi alveg að forsætisráðherra sem stóð fastur fyrir. Enginn lögreglumaður skarst í leikinn. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að svo virðist sem lögreglumennirnir hafi ekki veitt því eftirtekt þegar mótmælandinn dró sig út úr hópnum og gekk að forsætisráðherra. „Lögreglan var auðsjáanlega að einblína á að reyna að opna leið fyrir fólkið inn í þinghúsið," segir hann. Kristján Kristjánsson, fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherra, segir ráðherrann ekki vilja tjá sig um atburðinn í gær eða öryggismál yfirhöfuð. Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, hvetur hins vegar menn til hófs og kveðst vona að fólk átti sig á því að slíkir tilburðir þjóni engum málstað. Aðspurður hvort eftirleiðis verði hert á öryggisgæslu segir Geir Jón að það sé að nokkru komið undir mati þeirra sem ógn beinist að. „Telji þeir sér ógnað er brugðist við í samræmi við það," segir yfirlögregluþjónninn sem gefur ekkert uppi um fyrirætlanir lögreglunnar. „Við gefum aldrei upp okkar verkferla. Þá værum við að opna allt upp á gátt." Sturla segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að óska eftir aukinni öryggisgæslu við þinghúsið. Hann voni að ekki þurfi til þess að koma. „Það er ekkert óeðlilegt við það að almenningur mótmæli og tjái afstöðu sína til þessa alvarlega ástands sem hefur skapast í samfélaginu en við verðum að trúa því að á Íslandi geti áfram verið samfélag þar sem jafnt almenningur sem stjórnvöld eigi gott skjól." - gar
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira