Elín og Birna á sex mánaða biðlaunum 13. janúar 2009 21:54 Birna Einarsdóttir og Elín Sigfúsdóttir. Ráðningarsamningar Birnu Einarsdóttur, bankastjóri Nýja Glitnis, og Elínar Sigfúsdóttur, bankastjóra Nýja Landsbankans, eru ótímabundnir og eiga þær báðar rétt á sex mánaða biðlaunum. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, var ráðinn tímabundið til sex mánuða og rennur ráðningarsamningur hans út í apríl. Þetta kom fram í Kastljósi fyrr í kvöld. Stöður bankastjóra ríkisbankanna verða auglýstar lausar til umsóknar á næstu dögum. Þetta var ákveðið í dag. Elín ætlar ekki að sækja um stöðuna en það ætlar Finnur aftur á móti að gera. Óljóst er hvað Birna hyggst gera en ekki hefur náðst í hana í kvöld. Þremenningarnir voru allir ráðnir til bankanna í kjölfar bankahrunsins í október. Birna og Elín voru báðar meðal stjórnenda gömlu bankanna. Laun Finns og Birnu eru 1750 þúsund krónur á mánuði. Rétt fyrir jól voru laun Elínar lækkuð úr 1950 þúsund krónum á mánuði í 1500 þúsund. Elín neitaði að gefa upp laun sín þar til hún var boðuð á fund viðskiptanefndar Alþingis í byrjun nóvember. Birna og Elín hafa báðar afnot af bifreiðum sem skráðar eru Nýja Glitni og Nýja Landsbankann. Það gerir Finnur ekki. Tengdar fréttir Bankastjórastöður ríkisbankanna auglýstar Stöður bankastjóra ríkisbankanna verða auglýstar lausar til umsóknar á næstu dögum. Þetta var ákveðið í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar funduðu Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni M. Matthiesen fjármálaráðherra með formönnum bankaráða Landsbanka, Glitnis og Kaupþings í dag. Á fundinum mun hafa verið farið yfir starfsmannamál bankanna og ráðherrarnir tilkynnt formönnum bankaráðanna að það væri vilji ríkisvaldsins, sem eiganda bankanna, að stöður bankastjóranna yrðu auglýstar lausar til umsóknar. 13. janúar 2009 18:30 Elín sækir ekki um sem bankastjóri í Nýja Landsbankanum Elín Sigfúsdóttir, núverandi bankastjóri Nýja Landsbankans, ætlar ekki að sækja um stöðuna sem bankaráð bankans ákvað í dag að auglýsa lausa til umsóknar. Auglýsingin mun birtast á næstu dögum en Elín mun gegna stöðunni þar til nýr bankastjóri hefur verið ráðinn. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13. janúar 2009 18:18 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Ráðningarsamningar Birnu Einarsdóttur, bankastjóri Nýja Glitnis, og Elínar Sigfúsdóttur, bankastjóra Nýja Landsbankans, eru ótímabundnir og eiga þær báðar rétt á sex mánaða biðlaunum. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, var ráðinn tímabundið til sex mánuða og rennur ráðningarsamningur hans út í apríl. Þetta kom fram í Kastljósi fyrr í kvöld. Stöður bankastjóra ríkisbankanna verða auglýstar lausar til umsóknar á næstu dögum. Þetta var ákveðið í dag. Elín ætlar ekki að sækja um stöðuna en það ætlar Finnur aftur á móti að gera. Óljóst er hvað Birna hyggst gera en ekki hefur náðst í hana í kvöld. Þremenningarnir voru allir ráðnir til bankanna í kjölfar bankahrunsins í október. Birna og Elín voru báðar meðal stjórnenda gömlu bankanna. Laun Finns og Birnu eru 1750 þúsund krónur á mánuði. Rétt fyrir jól voru laun Elínar lækkuð úr 1950 þúsund krónum á mánuði í 1500 þúsund. Elín neitaði að gefa upp laun sín þar til hún var boðuð á fund viðskiptanefndar Alþingis í byrjun nóvember. Birna og Elín hafa báðar afnot af bifreiðum sem skráðar eru Nýja Glitni og Nýja Landsbankann. Það gerir Finnur ekki.
Tengdar fréttir Bankastjórastöður ríkisbankanna auglýstar Stöður bankastjóra ríkisbankanna verða auglýstar lausar til umsóknar á næstu dögum. Þetta var ákveðið í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar funduðu Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni M. Matthiesen fjármálaráðherra með formönnum bankaráða Landsbanka, Glitnis og Kaupþings í dag. Á fundinum mun hafa verið farið yfir starfsmannamál bankanna og ráðherrarnir tilkynnt formönnum bankaráðanna að það væri vilji ríkisvaldsins, sem eiganda bankanna, að stöður bankastjóranna yrðu auglýstar lausar til umsóknar. 13. janúar 2009 18:30 Elín sækir ekki um sem bankastjóri í Nýja Landsbankanum Elín Sigfúsdóttir, núverandi bankastjóri Nýja Landsbankans, ætlar ekki að sækja um stöðuna sem bankaráð bankans ákvað í dag að auglýsa lausa til umsóknar. Auglýsingin mun birtast á næstu dögum en Elín mun gegna stöðunni þar til nýr bankastjóri hefur verið ráðinn. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13. janúar 2009 18:18 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Bankastjórastöður ríkisbankanna auglýstar Stöður bankastjóra ríkisbankanna verða auglýstar lausar til umsóknar á næstu dögum. Þetta var ákveðið í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar funduðu Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni M. Matthiesen fjármálaráðherra með formönnum bankaráða Landsbanka, Glitnis og Kaupþings í dag. Á fundinum mun hafa verið farið yfir starfsmannamál bankanna og ráðherrarnir tilkynnt formönnum bankaráðanna að það væri vilji ríkisvaldsins, sem eiganda bankanna, að stöður bankastjóranna yrðu auglýstar lausar til umsóknar. 13. janúar 2009 18:30
Elín sækir ekki um sem bankastjóri í Nýja Landsbankanum Elín Sigfúsdóttir, núverandi bankastjóri Nýja Landsbankans, ætlar ekki að sækja um stöðuna sem bankaráð bankans ákvað í dag að auglýsa lausa til umsóknar. Auglýsingin mun birtast á næstu dögum en Elín mun gegna stöðunni þar til nýr bankastjóri hefur verið ráðinn. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13. janúar 2009 18:18