Erlent

Sjóræningjar létu tyrkneskt skip af hendi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sómalskur sjóræningi.
Sómalskur sjóræningi.

Sómalskir sjóræningjar létu í gær af hendi tyrkneskt flutningaskip sem þeir náðu á sitt vald fyrir tveimur mánuðum úti fyrir strönd Jemen. Skipið var á leið til Mumbai í Indlandi með 4.500 tonn af efnavörum þegar því var rænt í nóvember.

Ekki kemur fram hvort ræningjarnir fengu lausnargjald. Sómalskir sjóræningjar réðust á 115 skip á nýliðnu ári og tókst að ræna 46 þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×