Erlent

Hundrað mótmælendur handteknir í Kaupmannahöfn

Lögreglubíll í Danmörku.
Lögreglubíll í Danmörku.
Hundrað manns voru handteknir í miðborg Kaupmannahafnar í dag þegar að fólk kom saman og krafðist friðar á Gaza.

Nokkur hundruð mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan lögreglulið í Stormgade í miðborg Kaupmannahafnar og þegar einhver mótmælandinn hóf að kasta steinum í lögreglubifreiðar ákvað lögreglan að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Því var stór hluti mótmælendanna handtekinn.

Lögreglan fylgist enn með svæðinu en það virðist vera komin ró á.

Það var Danska Ríkisútvarpið sem greindi frá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×