Innlent

9000 kílómetra ferðalag fyrir ABC barnahjálp

Tveir bræður leggja í næstu viku upp í níuþúsund kílómetra ferðalag þar sem tilgangurinn er að safna fé frir ABC barnahjálp.

Það var nóg um að vera hjá Ívari Bragasyni og Braga Frey Bragasyni í dag en þeir voru að koma tveimur jeppum fyrir í gámum Samskipa. Jepparnir verða fluttir til Rotterdam. Þangað fljúga bræðurnir í næstu viku til að sækja jeppana og keyra þá þaðan til Burkina Faso í Afríku þar sem ABC barnahjálp heldur úti hjálparstarfi. Annan jeppanna ætla samtökin að nota fyrir hjálparstarfið en hinn á að selja og nota svo andvirðið til að byggja skóla.

Vonast er til að hægt verði að fá um þrjár milljónir króna fyrir jeppann sem á að selja.

Of dýrt þótti að flytja bílana í gámum alla leið og var því ákveðið að aka þeim frá Rotterdam en alls keyra bræðurnir níu þúsund kílómetra leið.

Bræðurnir fara ferðina í sjálfboðavinnu og taka sér frí frá daglegum störfum sínum á meðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×