Innlent

Funda um framtíð Birnu

Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra.
Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra.

Björgvin G. Sigðurðsson viðskiptaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra funda með Vali Valssyni, formanni bankaráðs Glitnis nú í hádeginu, en ákveðið hefur verið að stöður bankastjóra ríkisbankanna verða auglýstar lausar til umsóknar á næstu dögum.

Skýrt kom fram í fréttum í gærkvöldi að Landsbankinn myndi ráða nýjan bankastjóra, enda hefur Elín Sigfúsdóttir lýst því yfir að hún hyggist ekki sækjast eftir því að sinna starfinu áfram. Afstaða bankaráða Glitnis og Kaupþings var hins vegar óljósari, en samkvæmt heimildum fréttastofu var rætt við formenn bankaráðanna símleiðis í gær og þeim gerð grein fyrir því að vilji stjórnvalda væri skýr í þessum efnum.

Núverandi bankastjórar ríkisbankanna voru allir ráðnir af bráðabirgðastjórnum sem skipaðar voru fljótlega eftir hrun bankakerfisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×