Innlent

Lýsa áhyggjum af breytingum á rekstri St. Jósefsspítala

Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar heilsugæslustöðvanna í Hafnarfirði og Garðabæ lýsa áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum á rekstri Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði.

Það er faglegt álit þeirra að styrkja eigi þjónustuna þar fremur en að sundra henni. Hvetja hóparnir heilbrigðisráðherra til að endurskoða þessa ákvörðun og lýsa vilja til að koma að viðræðum um framtíð heilbrigðismála í áðurnefndum byggðarlögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×