Erlent

Seldi dóttur sína fyrir bjór og Gatorade

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Faðirinn, Marcelino de Jesus Martinez, brást ókvæða við þegar kaupverðið fyrir 14 ára dóttur hans skilaði sér ekki að fullu og hafði samband við lögreglu.
Faðirinn, Marcelino de Jesus Martinez, brást ókvæða við þegar kaupverðið fyrir 14 ára dóttur hans skilaði sér ekki að fullu og hafði samband við lögreglu. MYND/Lögreglan í Greenfield

Kaliforníubúi á fertugsaldri seldi 14 ára dóttur sína fyrir bjór, kjöt og reiðufé. Kaupandinn var 18 ára gamall maður en upp komst um þessi vafasömu viðskipti þegar sá stóð ekki skil á hluta kaupverðsins. Faðirinn brást þá hinn versti við og hringdi í lögregluna.

 

Allir hlutaðeigandi eru af mexíkóskum uppruna en fyrir kaupverðið átti að gifta dótturina kaupandanum. Faðirinn var þegar handtekinn og á nú yfir höfði sér ákæru fyrir mansal. Umsamið kaupverð var 16.000 dollarar, 160 kassar af bjór, 100 kassar af gosdrykkjum, 50 kassar af orkudrykknum Gatorade, tveir kassar af léttvíni og sex kassar af kjöti.

 

Viðskipti á borð við þessi eru daglegt brauð í Oaxaca-héraðinu í Mexíkó, þaðan sem fólkið er ættað, en standast illa bandarísk lög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×