Fleiri fréttir Jón Sigurðsson klæddur í kjól Neyðarstjórn kvenna stóð að gjörningi á Austurvelli í dag þar sem styttan af Jóni Sigurðssyni var klædd í kjól með þjóðlegu ívafi. Var það gert til að minna á að frá upphafi byggðar á Íslandi hafa konur ávallt verið helmingur þjóðarinnar. 22.11.2008 16:10 Fortíðin þarf að víkja fyrir framtíðinni Á næstu áratugum Íslendingum þurfa Íslendingar að vinna sig út úr hinum efnahagslega vanda og endurvinna traust á stofnunum samfélagsins, að mati Sigríðar Ingu Ingadóttur hagfræðings. 22.11.2008 16:00 ,,Við látum ekki kúga okkur" Mótmælafundur fer nú fram á Austurvelli sjöunda laugardaginn í röð. Fólk var tekið að streyma að nú laust fyrir klukkan þrjú og Austurvöllur orðinn nokkuð þéttur. Bein útsending frá mótmælafundinum hófst á Vísi og í opinberi dagskrá Stöðvar 2 klukkan þrjú. 22.11.2008 15:36 Mótmæla handtöku á flaggara Hópur fólks hyggst mótmæla handtöku piltsins sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum, fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu um fjögurleytið í dag. 22.11.2008 15:05 Danir fjölga hermönnum í Afganistan Per Stig Moller utanríkisráðherra Danmerkur sagði á fundi með blaðamönnum í dag að danska ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp á næstunni í þinginu þar sem leyfi fæst til að fjölga hermönnum í Afganistan. Nú þegar eru yfir 600 danskir hermenn staddir í landinu. 22.11.2008 14:59 Framkvæmdastjóri Skjásins vill slá skjaldborg um RÚV ,,Fylgjum hjörtunum, sláum skjaldborg um hlutverk RÚV sem sjónvarps í almannaþágu og tryggjum um leið að samkeppni þrífist í sjónvarpi," segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Skjásins. 22.11.2008 14:00 Fagna jafnréttisviðurkenningu Stígamóta Femínistafélag Íslands fagnar þeirri nýbreytni Stígamóta að veita árleg jafnréttisverðlaun í eigin nafni og óskar nýkrýndum verðlaunahöfum til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu. 22.11.2008 13:50 ,,Fyrst kemur fólkið og svo flokkurinn" Krafan um kosningar í vor endurrómar í Samfylkingunni enda á flokkurinn sér rætur í ríkri lýðræðishefð, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar. 22.11.2008 13:16 Sparifatasöfnun Rauða krossins fer fram í dag Rauði krossinn hvetur alla til að kíkja inn í fataskápa sína og kanna hvort þar sé að finna vel með farin spariföt sem ekki standi til að nota aftur. Í dag er nefnilega sparifatasöfnun Rauða krossins, hún hófst klukkan ellefu og stendur til klukkan þrjú. 22.11.2008 13:09 Mótmæli í beinni á Vísi og Stöð 2 Sjöunda laugardaginn í röð er boðað til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Mótmálafundurinn verði í beinni útsendingu hér á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2. Hægt er að horfa á fundinn hér. 22.11.2008 13:00 Skíðasvæðið á Siglufirði opið alla helgina ,,Veðrið er ljómandi gott. Sunnangola og mínus þrjár gráður. Hér er nýtroðinn snjór og mjög gott síðafæri," segir Egill Rögnvaldsson umsjónamaður skíðasvæðis Siglfirðinga. 22.11.2008 12:49 Obama leggur lokahönd á tveggja ára björgunaráætlun Barack Obama, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í morgun að hann væri að leggja lokahönd á umfangsmikla tveggja ára björgunaráætlun fyrir efnahag Bandaríkjanna. Henni verið hrundið í framkvæmd við valdaskiptin í janúar. 22.11.2008 12:30 Líkur á sátt á Alþingi um skipan rannsóknarnefndar Allar líkur eru á að samkomulag takist milli stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan rannsóknarnefndar vegna bankahrunsins. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funduðu í morgun með forsætisráðherra og forseta alþingis um málið. 22.11.2008 12:30 Flaggari handtekinn í Alþingishúsinu í gær Annar þeirra sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn í gærkvöldi. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara og það degi fyrir boðuð mótmæli í miðbænum. 22.11.2008 12:16 Vill að erlendir bankar eignist hlut í þeim íslensku Fjármálaráðherra segir æskilegt að þeir erlendu bankar sem eiga inni fjármuni hjá íslensku bönkunum eignist hlut í þeim. Að hans mati getur þetta ekki gerst nógu hratt en viðræður eru þegar hafnar. 22.11.2008 12:15 Össur: Olía mun gera Ísland að ríkustu þjóð í heimi Grunnurinn í íslensku atvinnulífi er sterkur. Það er ástæðan fyrir því að Ísland mun ná sér miklu fyrr upp úr djúpri kreppu sem bankahrunið hratt af stað, að mati Össur Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra. 22.11.2008 11:15 Mótmælt á Austurvelli í dag Í dag fara fram sjöundu skipulögðu mótmælin á vegum Raddir fólksins á Austurvelli frá því fjármálakreppan reið yfir. Mótmælendum hefur heldur fjölgað frá því þau hófust fyrir sjö vikum en síðast liðinn laugardag er talið að á bilinu sex til sjö þúsund manns hafi komið saman á Austurvelli Mótmælin í dag hefjast klukkan þrjú. 22.11.2008 11:00 Bjóða fólki að kasta krónunni og taka upp evruna Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, bjóða landsmönnumum að kasta krónunni og taka upp evruna í dag. 22.11.2008 10:45 Hefja viðræður við hálaunahópa hjá ríkinu um launalækkun Ríkisstjórnin mun á næstu dögum hefja viðræður við fulltrúa hálaunahópa hjá ríkinu um tímabundna launalækkun þeirra til samræmis við þá launalækkun sem ríkisstjórnin óskaði eftir við Kjararáð í gær að komi til framkvæmda hjá æðstu ráðamönnum þjóðarinnar á næsta ári. 22.11.2008 10:09 Aubry nýr leiðtogi sósíalista í Frakklandi Martine Aubry, borgarstjóri í Lille, er nýr leiðtogi sósíalista í Frakklandi. Hún hafði betur í baráttu við Segolene Royal, fyrrverandi forsetaframbjóðanda. 22.11.2008 10:07 Talsverð ölvun á höfuðborgarsvæðinu - Nokkrir stútar teknir Töluvert var um ölvun á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fjórir voru teknir grunaðir um ölvunarakstur og þá komu tvær líkamsárásir inn á borð lögreglu sem voru þó ekki alvarlegar. Að sögn lögreglu gekk nóttin vel þrátt fyrir mikla ölvun í miðbænum og í heimahúsum. 22.11.2008 09:44 Carter og Annan ekki hleypt inn í Simbabve Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Kofi Annan, fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, hefur verið tilkynnt að þeir fá ekki vegabréfsáritun og leyfi til að heimsækja Simbabve. 22.11.2008 08:31 „Ertu að rífast við mig drengur?“ G. Pétur Matthíasson fyrrverandi fréttamaður á RÚV birti nú í kvöld á blogginu sínu viðtal sem hann tók við Geir H. Haarde forsætisráðherra í byrjun árs 2007. 21.11.2008 23:01 Clinton þiggur stöðu utanríkisráðherra Hillary Clinton öldungardeildarþingmaður hefur fallist á að taka við stöðu utanríkisráðherra í stjórn Baracks Obama. Þetta hefur bandaríska dagblaðið New York Times eftir nánum samstarfsmönnum hennar. 21.11.2008 20:52 Icelandair býður 25% afslátt á miðum á Norðurlöndum „Icelandair þakkar kærlega fyrir hjálpina, og kvittar fyrir með 25% afslætti!“ Þetta hefur danski vefmiðillinn Epn upp úr fréttatilkynningu frá félaginu. 21.11.2008 20:03 Margdæmdur íslenskur níðingur dæmdur í Noregi Margdæmdur íslenskur barnaníðingur var fyrr í mánuðinum dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í noregi fyrir að reyna að nauðga tíu ára stúlku í lok febrúar á þessu ári. 21.11.2008 18:38 Jónas Fr. þarf að vernda fyrir fjölmiðlum Vernda þarf Jónas Fr. Jónsson forstöðumann fjármálaeftirlitsins fyrir fjölmiðlum og sýna þeim að ríkisstjórnin sé stolt og sýni frumkvæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðgerðaráætlun sem Norðmaðurinn Bjorn Richard Johansen vann fyrir forsætisráðherra og fjallað var ítarlega um í kvöldfréttum RÚV og Kastljósinu. 21.11.2008 22:23 Nærri 350 tilkynningar um kynferðisbrot í fyrra Nærri 350 tilkynningar um kynferðisbrot, þar af 90 um nauðganir, bárust lögreglunni á síðasta ári. Eru þetta 14 prósentum fleiri brot en að meðaltali árin 2002-2006. Alls voru 346 málin kærð og var um að ræða 265 einstaklinga en langstærstur hluti þeirra var karlar. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár. 21.11.2008 16:45 Svartir tímar framundan hjá innflutningsfyrirtækjum Lán innflutningsfyrirtækja hafa hækkað um 150 prósent á einu ári. Öll þurfa þau að staðgreiða vörur frá útlöndum og framundan eru svartir tímar, segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna. Hann segir ríkið verða að skipta um gjaldmiðil. 21.11.2008 19:48 Ríkisstjórnin vill lækka laun æðstu embættismanna ríkisins Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur skrifað bréf til kjararáðs og óskað eftir því að laun þeirra sem heyra undir kjararáð verði endurskoðuð og ákveðið tímabundið að lækka laun þeirra sem heyra undir ráðið. Þeir sem heyra undir kjararáð eru forseti Íslands, alþingismenn, ráðherrar, hæstaréttardómarar og héraðsdómara, auk forstöðumenn helstu ríkisstofnana. 21.11.2008 17:08 Karlabrjóstahaldarar rjúka út í Japan Japanskt undirfatafyrirtæki hefur sett í sölu línu af brjósthöldurum sérstaklega ætlaða klæðskiptingum. Frá því línan fór í sölu fyrir tveimur vikum er hún orðin ein vinsælasta vara fyrirtæksins. Ein stærsta netverslun Japans, Rakuten, hefur selt fleiri en þrjúhundruð karlabrjóstahaldara, sem kosta um 2800 yen hver, eða um 4200 krónur. 21.11.2008 21:18 Yfirmaður fjármálaeftirlits Kólumbíu segir af sér Yfirmaður fjármálaeftirlitsins í Kólumbíu hefur sagt af sér eftir að upp komst um pýramídasvindl sem hefur kostað fjölmarga Kólumbíumenn mörg hundruð milljónir bandaríkjadala. Forseti landsins hefur beðið þjóðina afsökunar á að ekki hafi verið gripið inn í málið fyrr. 21.11.2008 21:12 Ekið á vegfaranda hjá Suðurveri Ekið var á gangandi vegfaranda á Kringlumýrarbraut gegnt suðurveri rétt í þessu. Lögregla er á leið á staðinn, en að svo stöddu liggja engar upplýsingar fyrir um líðan hins slasaða. 21.11.2008 18:09 Engum kaupsamningi þinglýst á Akureyri í vikunni Einungis 35 kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku samkvæmt upplýsingum á vef Fasteignamats ríkisins. 21.11.2008 17:37 Elding fær umhverfisverðlaun Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu voru afhent í 14 sinn í gær. Þau komu í hlut Hvalaskoðun Reykjavík ehf. / Elding fyrir „markvissa stefnu og fyrir að hafa sett sér það markmið að vinna að stöðugum úrbótum í umhverfismálum,“ að því er segir í tilkynningu. 21.11.2008 16:56 Blóðug átök í Mógadisjú Að minnsta kosti fimmtán hafa fallið í blóðugum átökum í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu í dag. Uppreisnarmenn réðust til inngöngu í borgina í dögun og kom þá til átaka þeirra við stjórnarhermenn. 21.11.2008 16:50 Nokkrir hafa áhuga á Kaupþingi í Lúxemborg Nokkur félög hafa lýst yfir áhuga á að kaupa starfsemi Kaupþings í Lúxemborg. Frá þessu greindi Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu, á blaðamannafundi í dag eftir fund með belgískum innistæðueigendum sem áttu fé hjá Kaupþingi í Lúxemborg. 21.11.2008 16:20 Frumvarp til að greiða fyrir bílasölu úr landi lagt fram á Alþingi Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um vörugjald af ökutækjum og lögum um virðisaukaskatt. Með frumvarpinu er lagt til að heimilað verði fram í apríl á næsta ári að endurgreiða virðisaukaskatt og vörugjald af notuðum ökutækjum sem flutt eru úr landi. 21.11.2008 15:49 Dæmdir fyrir stórfelldan þjófnað í Reykjanesbæ Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrjár karlmenn á aldrinum 22 til 34 ára í samtals 14 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan þjófnað og fjórða manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hylma yfir með þeim með því að geyma þýfið í íbúð sinni. 21.11.2008 15:26 Birgir Ármannsson: Ríkisstjórnin með sterkan meirihluta Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og segir að þingmenn hafi önnur og brýnni mál að ræða. 21.11.2008 14:59 Misvísandi skilaboð kalla á vantrauststillögu „Í ljósi misvísandi skilaboða þingmanna Samfylkingarinnar er eðlilegt að stjórnarandstaðan kanni það hversu sterkan meirihluta á þingi stjórnin hafi,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, um vantrauststillöguna sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna lögðu fram á Alþingi í dag. 21.11.2008 14:52 Sex mánaða fangelsi fyrir að berja og bíta sambýliskonu Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að ganga í skrokk á fyrrverandi sambýliskonu sinni í júlí í fyrra. 21.11.2008 14:33 Höfum ekkert að gera í ESB að óbreyttri fiskveiðistefnu þess Adolf Guðmundsson, nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, er ómyrkur í máli um Evrópusambandið og fiskveiðistefnu þess í viðtali í Fiskifréttum í dag. 21.11.2008 14:31 Hvað sagði Davíð við Steinunni Valdísi? Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarstjóri veltir því nú fyrir sér hvort hún eigi að „upplýsa samskipti sín við fyrrverandi forsætisráðherra eftir umdeilda ræðu á Austurvelli 17. júní 2002 um mannréttindi." Þetta kemur fram á Facebook síðu Steinunnar Valdísar. Þegar Vísir hafði samband við Steinunni vildi hún ekkert meira segja um málið að svo stöddu, hún myndi segja frá þessum samskiptum þegar sér hentaði. 21.11.2008 14:31 Reiddi hátt til höggs Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt 19 ára pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið annan mann með járnáhaldi þannig að hann hlaut djúpt sár á framhaldlegg. 21.11.2008 14:30 Sjá næstu 50 fréttir
Jón Sigurðsson klæddur í kjól Neyðarstjórn kvenna stóð að gjörningi á Austurvelli í dag þar sem styttan af Jóni Sigurðssyni var klædd í kjól með þjóðlegu ívafi. Var það gert til að minna á að frá upphafi byggðar á Íslandi hafa konur ávallt verið helmingur þjóðarinnar. 22.11.2008 16:10
Fortíðin þarf að víkja fyrir framtíðinni Á næstu áratugum Íslendingum þurfa Íslendingar að vinna sig út úr hinum efnahagslega vanda og endurvinna traust á stofnunum samfélagsins, að mati Sigríðar Ingu Ingadóttur hagfræðings. 22.11.2008 16:00
,,Við látum ekki kúga okkur" Mótmælafundur fer nú fram á Austurvelli sjöunda laugardaginn í röð. Fólk var tekið að streyma að nú laust fyrir klukkan þrjú og Austurvöllur orðinn nokkuð þéttur. Bein útsending frá mótmælafundinum hófst á Vísi og í opinberi dagskrá Stöðvar 2 klukkan þrjú. 22.11.2008 15:36
Mótmæla handtöku á flaggara Hópur fólks hyggst mótmæla handtöku piltsins sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum, fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu um fjögurleytið í dag. 22.11.2008 15:05
Danir fjölga hermönnum í Afganistan Per Stig Moller utanríkisráðherra Danmerkur sagði á fundi með blaðamönnum í dag að danska ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp á næstunni í þinginu þar sem leyfi fæst til að fjölga hermönnum í Afganistan. Nú þegar eru yfir 600 danskir hermenn staddir í landinu. 22.11.2008 14:59
Framkvæmdastjóri Skjásins vill slá skjaldborg um RÚV ,,Fylgjum hjörtunum, sláum skjaldborg um hlutverk RÚV sem sjónvarps í almannaþágu og tryggjum um leið að samkeppni þrífist í sjónvarpi," segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Skjásins. 22.11.2008 14:00
Fagna jafnréttisviðurkenningu Stígamóta Femínistafélag Íslands fagnar þeirri nýbreytni Stígamóta að veita árleg jafnréttisverðlaun í eigin nafni og óskar nýkrýndum verðlaunahöfum til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu. 22.11.2008 13:50
,,Fyrst kemur fólkið og svo flokkurinn" Krafan um kosningar í vor endurrómar í Samfylkingunni enda á flokkurinn sér rætur í ríkri lýðræðishefð, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar. 22.11.2008 13:16
Sparifatasöfnun Rauða krossins fer fram í dag Rauði krossinn hvetur alla til að kíkja inn í fataskápa sína og kanna hvort þar sé að finna vel með farin spariföt sem ekki standi til að nota aftur. Í dag er nefnilega sparifatasöfnun Rauða krossins, hún hófst klukkan ellefu og stendur til klukkan þrjú. 22.11.2008 13:09
Mótmæli í beinni á Vísi og Stöð 2 Sjöunda laugardaginn í röð er boðað til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Mótmálafundurinn verði í beinni útsendingu hér á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2. Hægt er að horfa á fundinn hér. 22.11.2008 13:00
Skíðasvæðið á Siglufirði opið alla helgina ,,Veðrið er ljómandi gott. Sunnangola og mínus þrjár gráður. Hér er nýtroðinn snjór og mjög gott síðafæri," segir Egill Rögnvaldsson umsjónamaður skíðasvæðis Siglfirðinga. 22.11.2008 12:49
Obama leggur lokahönd á tveggja ára björgunaráætlun Barack Obama, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í morgun að hann væri að leggja lokahönd á umfangsmikla tveggja ára björgunaráætlun fyrir efnahag Bandaríkjanna. Henni verið hrundið í framkvæmd við valdaskiptin í janúar. 22.11.2008 12:30
Líkur á sátt á Alþingi um skipan rannsóknarnefndar Allar líkur eru á að samkomulag takist milli stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan rannsóknarnefndar vegna bankahrunsins. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funduðu í morgun með forsætisráðherra og forseta alþingis um málið. 22.11.2008 12:30
Flaggari handtekinn í Alþingishúsinu í gær Annar þeirra sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn í gærkvöldi. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara og það degi fyrir boðuð mótmæli í miðbænum. 22.11.2008 12:16
Vill að erlendir bankar eignist hlut í þeim íslensku Fjármálaráðherra segir æskilegt að þeir erlendu bankar sem eiga inni fjármuni hjá íslensku bönkunum eignist hlut í þeim. Að hans mati getur þetta ekki gerst nógu hratt en viðræður eru þegar hafnar. 22.11.2008 12:15
Össur: Olía mun gera Ísland að ríkustu þjóð í heimi Grunnurinn í íslensku atvinnulífi er sterkur. Það er ástæðan fyrir því að Ísland mun ná sér miklu fyrr upp úr djúpri kreppu sem bankahrunið hratt af stað, að mati Össur Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra. 22.11.2008 11:15
Mótmælt á Austurvelli í dag Í dag fara fram sjöundu skipulögðu mótmælin á vegum Raddir fólksins á Austurvelli frá því fjármálakreppan reið yfir. Mótmælendum hefur heldur fjölgað frá því þau hófust fyrir sjö vikum en síðast liðinn laugardag er talið að á bilinu sex til sjö þúsund manns hafi komið saman á Austurvelli Mótmælin í dag hefjast klukkan þrjú. 22.11.2008 11:00
Bjóða fólki að kasta krónunni og taka upp evruna Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, bjóða landsmönnumum að kasta krónunni og taka upp evruna í dag. 22.11.2008 10:45
Hefja viðræður við hálaunahópa hjá ríkinu um launalækkun Ríkisstjórnin mun á næstu dögum hefja viðræður við fulltrúa hálaunahópa hjá ríkinu um tímabundna launalækkun þeirra til samræmis við þá launalækkun sem ríkisstjórnin óskaði eftir við Kjararáð í gær að komi til framkvæmda hjá æðstu ráðamönnum þjóðarinnar á næsta ári. 22.11.2008 10:09
Aubry nýr leiðtogi sósíalista í Frakklandi Martine Aubry, borgarstjóri í Lille, er nýr leiðtogi sósíalista í Frakklandi. Hún hafði betur í baráttu við Segolene Royal, fyrrverandi forsetaframbjóðanda. 22.11.2008 10:07
Talsverð ölvun á höfuðborgarsvæðinu - Nokkrir stútar teknir Töluvert var um ölvun á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fjórir voru teknir grunaðir um ölvunarakstur og þá komu tvær líkamsárásir inn á borð lögreglu sem voru þó ekki alvarlegar. Að sögn lögreglu gekk nóttin vel þrátt fyrir mikla ölvun í miðbænum og í heimahúsum. 22.11.2008 09:44
Carter og Annan ekki hleypt inn í Simbabve Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Kofi Annan, fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, hefur verið tilkynnt að þeir fá ekki vegabréfsáritun og leyfi til að heimsækja Simbabve. 22.11.2008 08:31
„Ertu að rífast við mig drengur?“ G. Pétur Matthíasson fyrrverandi fréttamaður á RÚV birti nú í kvöld á blogginu sínu viðtal sem hann tók við Geir H. Haarde forsætisráðherra í byrjun árs 2007. 21.11.2008 23:01
Clinton þiggur stöðu utanríkisráðherra Hillary Clinton öldungardeildarþingmaður hefur fallist á að taka við stöðu utanríkisráðherra í stjórn Baracks Obama. Þetta hefur bandaríska dagblaðið New York Times eftir nánum samstarfsmönnum hennar. 21.11.2008 20:52
Icelandair býður 25% afslátt á miðum á Norðurlöndum „Icelandair þakkar kærlega fyrir hjálpina, og kvittar fyrir með 25% afslætti!“ Þetta hefur danski vefmiðillinn Epn upp úr fréttatilkynningu frá félaginu. 21.11.2008 20:03
Margdæmdur íslenskur níðingur dæmdur í Noregi Margdæmdur íslenskur barnaníðingur var fyrr í mánuðinum dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í noregi fyrir að reyna að nauðga tíu ára stúlku í lok febrúar á þessu ári. 21.11.2008 18:38
Jónas Fr. þarf að vernda fyrir fjölmiðlum Vernda þarf Jónas Fr. Jónsson forstöðumann fjármálaeftirlitsins fyrir fjölmiðlum og sýna þeim að ríkisstjórnin sé stolt og sýni frumkvæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðgerðaráætlun sem Norðmaðurinn Bjorn Richard Johansen vann fyrir forsætisráðherra og fjallað var ítarlega um í kvöldfréttum RÚV og Kastljósinu. 21.11.2008 22:23
Nærri 350 tilkynningar um kynferðisbrot í fyrra Nærri 350 tilkynningar um kynferðisbrot, þar af 90 um nauðganir, bárust lögreglunni á síðasta ári. Eru þetta 14 prósentum fleiri brot en að meðaltali árin 2002-2006. Alls voru 346 málin kærð og var um að ræða 265 einstaklinga en langstærstur hluti þeirra var karlar. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár. 21.11.2008 16:45
Svartir tímar framundan hjá innflutningsfyrirtækjum Lán innflutningsfyrirtækja hafa hækkað um 150 prósent á einu ári. Öll þurfa þau að staðgreiða vörur frá útlöndum og framundan eru svartir tímar, segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna. Hann segir ríkið verða að skipta um gjaldmiðil. 21.11.2008 19:48
Ríkisstjórnin vill lækka laun æðstu embættismanna ríkisins Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur skrifað bréf til kjararáðs og óskað eftir því að laun þeirra sem heyra undir kjararáð verði endurskoðuð og ákveðið tímabundið að lækka laun þeirra sem heyra undir ráðið. Þeir sem heyra undir kjararáð eru forseti Íslands, alþingismenn, ráðherrar, hæstaréttardómarar og héraðsdómara, auk forstöðumenn helstu ríkisstofnana. 21.11.2008 17:08
Karlabrjóstahaldarar rjúka út í Japan Japanskt undirfatafyrirtæki hefur sett í sölu línu af brjósthöldurum sérstaklega ætlaða klæðskiptingum. Frá því línan fór í sölu fyrir tveimur vikum er hún orðin ein vinsælasta vara fyrirtæksins. Ein stærsta netverslun Japans, Rakuten, hefur selt fleiri en þrjúhundruð karlabrjóstahaldara, sem kosta um 2800 yen hver, eða um 4200 krónur. 21.11.2008 21:18
Yfirmaður fjármálaeftirlits Kólumbíu segir af sér Yfirmaður fjármálaeftirlitsins í Kólumbíu hefur sagt af sér eftir að upp komst um pýramídasvindl sem hefur kostað fjölmarga Kólumbíumenn mörg hundruð milljónir bandaríkjadala. Forseti landsins hefur beðið þjóðina afsökunar á að ekki hafi verið gripið inn í málið fyrr. 21.11.2008 21:12
Ekið á vegfaranda hjá Suðurveri Ekið var á gangandi vegfaranda á Kringlumýrarbraut gegnt suðurveri rétt í þessu. Lögregla er á leið á staðinn, en að svo stöddu liggja engar upplýsingar fyrir um líðan hins slasaða. 21.11.2008 18:09
Engum kaupsamningi þinglýst á Akureyri í vikunni Einungis 35 kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku samkvæmt upplýsingum á vef Fasteignamats ríkisins. 21.11.2008 17:37
Elding fær umhverfisverðlaun Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu voru afhent í 14 sinn í gær. Þau komu í hlut Hvalaskoðun Reykjavík ehf. / Elding fyrir „markvissa stefnu og fyrir að hafa sett sér það markmið að vinna að stöðugum úrbótum í umhverfismálum,“ að því er segir í tilkynningu. 21.11.2008 16:56
Blóðug átök í Mógadisjú Að minnsta kosti fimmtán hafa fallið í blóðugum átökum í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu í dag. Uppreisnarmenn réðust til inngöngu í borgina í dögun og kom þá til átaka þeirra við stjórnarhermenn. 21.11.2008 16:50
Nokkrir hafa áhuga á Kaupþingi í Lúxemborg Nokkur félög hafa lýst yfir áhuga á að kaupa starfsemi Kaupþings í Lúxemborg. Frá þessu greindi Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu, á blaðamannafundi í dag eftir fund með belgískum innistæðueigendum sem áttu fé hjá Kaupþingi í Lúxemborg. 21.11.2008 16:20
Frumvarp til að greiða fyrir bílasölu úr landi lagt fram á Alþingi Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um vörugjald af ökutækjum og lögum um virðisaukaskatt. Með frumvarpinu er lagt til að heimilað verði fram í apríl á næsta ári að endurgreiða virðisaukaskatt og vörugjald af notuðum ökutækjum sem flutt eru úr landi. 21.11.2008 15:49
Dæmdir fyrir stórfelldan þjófnað í Reykjanesbæ Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrjár karlmenn á aldrinum 22 til 34 ára í samtals 14 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan þjófnað og fjórða manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hylma yfir með þeim með því að geyma þýfið í íbúð sinni. 21.11.2008 15:26
Birgir Ármannsson: Ríkisstjórnin með sterkan meirihluta Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og segir að þingmenn hafi önnur og brýnni mál að ræða. 21.11.2008 14:59
Misvísandi skilaboð kalla á vantrauststillögu „Í ljósi misvísandi skilaboða þingmanna Samfylkingarinnar er eðlilegt að stjórnarandstaðan kanni það hversu sterkan meirihluta á þingi stjórnin hafi,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, um vantrauststillöguna sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna lögðu fram á Alþingi í dag. 21.11.2008 14:52
Sex mánaða fangelsi fyrir að berja og bíta sambýliskonu Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að ganga í skrokk á fyrrverandi sambýliskonu sinni í júlí í fyrra. 21.11.2008 14:33
Höfum ekkert að gera í ESB að óbreyttri fiskveiðistefnu þess Adolf Guðmundsson, nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, er ómyrkur í máli um Evrópusambandið og fiskveiðistefnu þess í viðtali í Fiskifréttum í dag. 21.11.2008 14:31
Hvað sagði Davíð við Steinunni Valdísi? Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarstjóri veltir því nú fyrir sér hvort hún eigi að „upplýsa samskipti sín við fyrrverandi forsætisráðherra eftir umdeilda ræðu á Austurvelli 17. júní 2002 um mannréttindi." Þetta kemur fram á Facebook síðu Steinunnar Valdísar. Þegar Vísir hafði samband við Steinunni vildi hún ekkert meira segja um málið að svo stöddu, hún myndi segja frá þessum samskiptum þegar sér hentaði. 21.11.2008 14:31
Reiddi hátt til höggs Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt 19 ára pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið annan mann með járnáhaldi þannig að hann hlaut djúpt sár á framhaldlegg. 21.11.2008 14:30