Innlent

Sparifatasöfnun Rauða krossins fer fram í dag

Rauði krossinn hvetur alla til að kíkja inn í fataskápa sína og kanna hvort þar sé að finna vel með farin spariföt sem ekki standi til að nota aftur. Í dag er nefnilega sparifatasöfnun Rauða krossins, hún hófst klukkan ellefu og stendur til klukkan þrjú.

Söfnunin er á átta stöðum í Reykjavík en auk þess á Ísafirði, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Patreksfirði og Akranesi. Þá sem vantar jólaföt á sig eða börnin geta svo leitað til Rauða krossins þegar sparifataúthlutunin hefst miðvikudaginn 26. nóvember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×