Fleiri fréttir

Kanna hagkvæmni þess að framleiða eldsneyti hér á landi

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra undirritaði viljayfirlýsingu í morgun með japanska fyrirtækinu Mitsubishi, Heklu, Orkustofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands um að athuga hvort hagkvæmt sé að byggja og reisa eldsneytisverksmiðju á Íslandi.

Endurnýjað umboð nauðsynlegt

Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir, að yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að ótímabært sé að ræða kosningar á næsta ári, engu breyta um sína skoðun í málinu. Kjörnir fulltrúar ættu að fá umboð sitt endurnýjað í ljósi breyttra aðstæðna.

Yfirheyrðir í viðurvist barnaverndaryfirvalda

Lögreglan á Suðurnesjum er búin að hafa uppi á öllum þremur piltunum, sem gengu í skrokk á skólafélaga sínum á lóð Njarðvíkurskóla í gær, þannig að gera þurfti að sárum fórnarlambsins á heilsugæslustöðinni.

Segir Róbert Wessmann hafa skoðað skurðstofur

Róbert Wessmann, stjórnarformaður Salt Investments, var á ferðinni á dögunum með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins að skoða Heilbrigðsstofnun Suðurnesja og sýndi skurðstofum sem til stendur að loka mikinn áhuga. Þetta fullyrðir Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Erlent eignarhald kemur til greina

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra segir það koma til greina að erlent eignahald verði að hluta á íslensku viðskiptabönkunum í framtíðinni.

Segir auðmann hafa sýnt skurðstofum á Suðurnesjum áhuga

Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði heilbrigðsráðherra um það á Alþingi í dag í hvaða erindagjörðum einn af þekkstu auðmönnum landsins hefði verið þegar hann skoðaði starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins á dögunum.

Ingibjörg Sólrún: Ótímabært að ræða kosningar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála þeim Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra og Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra að ganga eigi til kosninga á næsta ári. Þetta sagði hún í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

Segir frumvarp um breytingar á eftirlaunalögum verða kynnt stjórnarandstöðu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarp um breytingar á eftirlaunalögunum umdeildum verði að líkindum kynnt formönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, formanns Framsóknarflokksins.Ingibjörg gaf hins vegar ekki upp hvernær slíkt frumvarp yrði lagt fram.

Telur ESB-þjóðir ekki munu leggjast gegn aðild Íslands

Olli Rehn, ráðherra stækkunarmála hjá Evrópusambandinu, telur ólíklegt að þjóðir sambandsins leggist gegn því að Ísland gerist aðili að sambandinu, svo framarlega sem samkomulag um innistæður í gömlu bönkunum erlendis liggi fyrir.

Eldur í rafmagnstöflu í leikskóla í Kópavogi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að leikskóla við Marbakkabraut í Kópavogi nú á tíunda tímanum. Að sögn slökkviliðs kom eldurinn upp í rafmagnstöflu og var lið frá tveimur stöðvum sent á vettvang.

Reyndi að nauðga átta konum á 90 mínútum

Fimmtán ára Skoti hefur verið dæmdur til fjögurra ára vistar í ungmennafangelsi eftir að hafa ráðist á og reynt að nauðga átta konum á aðeins níutíu mínútum.

Lifði án hjartans í 118 daga

Fjórtán ára bandarísk stúlka komst af í 118 daga án líffæris sem margir telja meðal þeirra mikilvægari. Hún hafði ekkert hjarta í allan þennan tíma.

Spá þverrandi áhrifum Bandaríkjanna

Glæpir, hryðjuverk og átök um auðlindir, jafnvel mat og vatn, er meðal þess sem spáð er í kolsvartri skýrslu leyniþjónusturáðs Bandaríkjanna sem birt var í gær.

Fyrsta aftaka á vegum Bandaríkjahers í hálfa öld

Fyrsta aftakan á vegum Bandaríkjahers síðan 1961 er á dagskrá 10. desember næstkomandi. Þá verður hermaður líflátinn sem sakfelldur var fyrir nauðgun og tvö morð sem áttu sér stað árið 1986.

Björgvin G. og Þórunn segi af sér

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir ættu þegar að segja af sér í kjölfar þeirra ummæla þeirra í gær að rétt væri að efna til kosninga í vetur í ljósi nýrra aðstæðna í þjóðfélaginu.

Ölvaður ökumaður ók út af

Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hringtorgi í Mosfellsbæ í nótt, ók á ljósastaur og hafnaði úti í móa.

Aðstoðuðu rjúpnaskyttu í sjálfheldu

Björgunarsveitarmenn frá Bíldudal og Tálknafirði komu í gærkvöldi rjúpnaskyttu til aðstoðar, sem komin var í sjálfheldu í fjallshlíð skammt frá flugvellinum á Bíldudal.

Yfirheyrðir í dag vegna árásar við Njarðvíkurskóla

Lögreglan á Suðurnesjum er búin að hafa uppi á öllum þremur piltunum, sem gengu í skrokk á skólafélaga sínum á lóð Njarðvíkurskóla í gær, þannig að gera þurfti að sárum fórnarlambsins á heilsugæslustöðinni.

Grímsnesið til hafnar eftir hrakfarir

Hrakfallasiglingu dragnótabátsins Grímsness GK, með sjö manna áhöfn, sem upphaflega strandaði á Skarðsfjöru á miðvikudagsmorgun, lauk loks á miðnætti, þegar síldveiðiskipið Ásgrímur Halldórsson kom með hann í togi til Njarðvíkur, þar sem Grímsnesið verður tekið í slipp.

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja einnig kosningar á næsta ári

Að minnsta kosti fjórir þingmenn og tveir ráðherrar Samfylkingarinnar vilja að gengið verði til kosninga á næsta ári. Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sagði í samtali við Vísi í dag að atburðir síðustu daga og vikna vera þeirra gerðar að þeir sem komi að uppbyggingarstarfinu verði að hafa til þess skýrt umboð.

Bíræfni bílþjófurinn laus úr haldi

Bíræfni bílþjófurinn sem lögreglan handsamaði í Borgarnesi í gærmorgun er laus úr haldi. Ekki reyndist grundvöllur til að fara fram á gæsluvarðhald fyrir manninum. Lögreglan vinnur áfram að rannsókn málsins.

Geir vill ekki kosningar heldur pólitískan stöðugleika

,,Það verða allir að standa í lappirnar. Annað væri uppgjöf," sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, aðspurður í Kastljósi fyrr í kvöld um þá afstöðu tveggja ráðherra Samfylkingarinnar sem vilja að gengið verði til kosninga á næsta ári.

Fólskuleg líkamsárás á skólalóð í Reykjanesbæ

Á vefsíðunni Youtube.com er að finna alvarlega líkamsárás sem átti sér stað í Reyjanesbæ í dag. Þar veitast þrír ungir drengir að jafnaldra sínum með höggum og spörkum á skólalóð Njarðvíkurskóla og er meðal annars sparkað í höfuð drengsins.

Raddir fólksins biðja borgina um aðstoð

Raddir fólksins vilja að Reykjavíkurborg aðstoði samtökin og hafa farið fram á að borgin útvegi þeim húsnæði til fundarhalda og skrifstofustarfssemi. Raddir fólksins eru samtök aðila sem hafa staðið að mótmælafundum á Austurvelli á laugardögum undanfarnar vikur.

Fjórir þingmenn með myntkörfulán

Fjórir þingmenn eru í þeirri stöðu að hafa tekið myntkörfulán á síðustu árum. Einn hefur þegar látið frysta sín lán.

Geir: Ekki verði gengið hömlulaust á gjaldeyrsjóðinn

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur ákveðið að lána Íslandi 2,1 milljarð dollara eða sem nemur tæpum 300 milljörðum króna. Peningarnir verða ekki notaðir til að styrkja gjaldeyrismarkaðinn nema nauðsyn krefji segir forsætisráðherra.

Viðskiptaráðherra vill kosningar á næsta ári

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er þeirrar skoðunar að boða eigi til kosninga á næsta ári. Undir þá skoðun tekur Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og segir atburði síðustu daga og vikna vera þeirra gerðar að þeir sem komi að uppbyggingarstarfinu verði að hafa til þess skýrt umboð.

Sjá næstu 50 fréttir