Innlent

Líkur á sátt á Alþingi um skipan rannsóknarnefndar

Heimir Már Pétursson skrifar

Allar líkur eru á að samkomulag takist milli stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan rannsóknarnefndar vegna bankahrunsins. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funduðu í morgun með forsætisráðherra og forseta alþingis um málið.

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funduðu í morgun með forsætisráðherra og forseta Alþingis um frumvarp um stofnun rannsóknarnefndar um aðdraganda og orsakir bankahrunsins.

Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins telur líklegt að flokkur hennar muni standa að frumvarpinu, enda mikilvægt að allir flokkar á þingi standi á bakvið frumvarpið að hennar sögn. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er þó enn með fyrirvara á málinu.

Geir H. Haarde forsætisráðherra telur góðar líkur á að stjórn og stjórnarandstaða nái saman um málið.

Forsætisráðherra segir að komist nefndin að einhverju saknæmu verði þeim málum vísað til sérstaks saksóknara, samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir á Alþingi. Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins telur allar líkur á að flokkur hans geti stutt frumvarpið um rannsóknarnefndina.

Geir reiknar með að frumvarpið komi fyrir þingflokkana og síðan Alþingi í næstu viku og það þurfi eki langan tíma til að afgreiða það á þinginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×