Innlent

Jónas Fr. þarf að vernda fyrir fjölmiðlum

Vernda þarf Jónas Fr. Jónsson forstöðumann fjármálaeftirlitsins fyrir fjölmiðlum og sýna þeim að ríkisstjórnin sé stolt og sýni frumkvæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðgerðaráætlun sem Norðmaðurinn Bjorn Richard Johansen vann fyrir forsætisráðherra og fjallað var ítarlega um í kvöldfréttum RÚV og Kastljósinu.

Í frétt RÚV segir að á blaði sem útlistar fjölmiðlaáætlun dagsins 16 október sé Geir uppálagt að leggja áherslu á góðan anda í ríkisstjórninni, að engin sjónvarpsviðtöl verði veitt erlendum fjölmiðlum þann daginn, og þá þurfi að finna svonefnt „Kodak-augnablik" dagsins. Þá segir einnig að Johanesn hafi lagt drög að ræðum og ummælum Geirs.

Johansen hefur hernaðarlegan bakgrunn og hefur sérhæft sig í upplýsingastjórnun á erfiðum tímum. Hann starfaði áður sem upplýsingafulltrúi Glitnis í Noregi, og sendi frá sér fréttatilkynningu fyrir bankann þann 21. október. Fimm dögum eftir að hann setti fram fjölmiðlaáætlunina fyrir forsætisráðherra.

Miðað við vanda fjölmiðla við að fá viðtal við Jónas Fr. undanfarnar vikur virðist áætlunin hafa gengið eftir. Hann verður þó gestur Björns Inga Hrafnssonar í Markaðnum á Stöð 2 klukkan ellefu í fyrramálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×