Innlent

Icelandair býður 25% afslátt á miðum á Norðurlöndum

„Icelandair þakkar kærlega fyrir hjálpina, og kvittar fyrir með 25% afslætti!" Þetta hefur danski vefmiðillinn Epn upp úr fréttatilkynningu frá félaginu.

Í tilkynningunni er Norðurlöndunum þakkað fyrir aðstoðina á þessum erfiðu tímum í efnahagslífinu. Félagið vilji þakka frændþjóðum okkar stuðninginn, og bjóði því 25% afslátt á öllum flugmiðum í almennu farrými og takmörku magni miða í nýja „Economy Comfort" farrými félagsins frá 22. til 27. nóvember.

Með þessu vilji félagið að fleiri ferðist til Íslands og sjái landið úti í miðju Atlantshafinu með eigin augum. Tilboðið gildir þó líka ef fólk ætlar einungis að millilenda hér á leið sinni vestur um haf.

Skammt er síðan Icelandair breytti fargjaldaflokkum sínum og hóf að reikna öll verð á flugfargjöldum út í evrum. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi félagsins sagði við það tækifæri að sjálfsagt yrði um einhverjar verðhækkanir yrði að ræða samhliða breytingunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×