Innlent

Bjóða fólki að kasta krónunni og taka upp evruna

Ásgeir Runólfsson, varaformaður Ungra jafnaðarmanna.
Ásgeir Runólfsson, varaformaður Ungra jafnaðarmanna.

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, bjóða landsmönnumum að kasta krónunni og taka upp evruna í dag.

Ásgeir Runólfsson, varaformaður Ungra jafnaðarmanna, telur að upptaka evru myndi hjálpa Íslendingum í núverandi vanda en um leið sé evran bæði skammtímalausn og langtímalausn. ,,Krónan er búinn að valda okkur nógu miklum skaða. Meirihluti viðskipta okkar eru við lönd sem nota evru og við komum til með að taka hana upp."

Almenningi býðst að kasta krónunni og taka upp evruna á sama tíma og vikulegur mótmælafundur fer fram á Austurvelli. Fundurinn hefst klukkan 15 en hálftíma áður hefst gjörningur Ungra jafnaðarmanna við Kaffi París. Þar gefst fólki færi að kasta krónunni og taka upp evruna. Þeim krónunum sem kastað verður renna í styrktarsjóð mótmælafundarins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×