Innlent

Hefja viðræður við hálaunahópa hjá ríkinu um launalækkun

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde.

Ríkisstjórnin mun á næstu dögum hefja viðræður við fulltrúa hálaunahópa hjá ríkinu um tímabundna launalækkun þeirra til samræmis við þá launalækkun sem ríkisstjórnin óskaði eftir við Kjararáð í gær að komi til framkvæmda hjá æðstu ráðamönnum þjóðarinnar á næsta ári.

Í bréfi Geirs H. Haarde forsætisráðherra til Kjararáðs er óskað eftir því að laun ráðherra, þingmanna og hæstaréttardómara verði lækkuð um 5 til 15 prósent, þannig að þau lækki hlutfallslega mest hjá þeim sem hæst hafa launin.

Þetta er gert í ljósi áhrifa alþjóðafjármálakreppunnar, aukins atvinnuleysis, samdráttar í landsframleiðslu og tekjum ríkissjóðs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×