Innlent

Birgir Ármannsson: Ríkisstjórnin með sterkan meirihluta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og segir að þingmenn hafi önnur og brýnni mál að ræða.

„Staðreyndin er sú að það eru ótal verkefni sem þarf að klára til þess að ljúka þeim björgunaraðgerðum sem nú standa yfir, til þess að forða meira tjóni en þegar er orðið í fjármála- og efnahagslífi landsmanna. Þetta eru viðfangsefni dagsins og mér finnst að við stjórnmálamenn eigum að sjá sóma okkar í því að einbeita okkur að þeim í stað þess að hafa uppi flokkspólitískar æfingar eins og tillaga stjórnarandstöðuflokkanna ber vitni," segir Birgir.

Birgir bendir á að það lýðræðiskerfi sem Íslendingar búi við feli í sér kosið sé að jafnaði á fjögurra ára fresti. „Ríkisstjórnir sem hafa traustan þingmeirihluta sitja út þann tíma. Það á við hvort sem vel gengur eða á móti blæs," segir Birgir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×