Innlent

Vill að erlendir bankar eignist hlut í þeim íslensku

Árni Mathiesen.
Árni Mathiesen.

Fjármálaráðherra segir æskilegt að þeir erlendu bankar sem eiga inni fjármuni hjá íslensku bönkunum eignist hlut í þeim. Að hans mati getur þetta ekki gerst nógu hratt en viðræður eru þegar hafnar.

Forystumenn í Samtökum atvinnulífsins og fleiri hafa hreyft þeirri hugmynd að erlendir bankar sem gömlu íslensku bankarnir skulda peninga eftir bankahrunið, eignist hlut í nýju bönkunum.

,,Ég held að það væir mjög jákvætt ef það gengi upp í einhveri mynd," segir Árni Mathiesen.

Og fjármálaráðherra segir að Seðlabankinn vinni í þessum málum og vill að hlutirnir gerist fljótt.

,,Við þurfum á því að halda að þeir komist í það form sem allra fyrst sem er trúverðugt og traustvekjandi gagnvart lánadrottnum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×