,,Við látum ekki kúga okkur" 22. nóvember 2008 15:36 Mótmælafundur fer nú fram á Austurvelli sjöunda laugardaginn í röð. Fólk var tekið að streyma að nú laust fyrir klukkan þrjú og Austurvöllur orðinn nokkuð þéttur. Bein útsending frá mótmælafundinum hófst á Vísi og í opinberi dagskrá Stöðvar 2 klukkan þrjú. Skilti hafa verið sett á þinghúsið og það boðið til sölu. Ræðumenn dagsins eru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, Katrín Oddsdóttir laganemi og Gerður Pálma atvinnurekandi í Hollandi. Hörður Torfason, tónlistarmaður og fundarstjóri, mótmælafundarins boðaði til fjöldamótmæla á Arnarhóli 1. desember klukkan 15 í tilefni þess að 90 ár verða þá liðin frá fullveldi Íslands. Hörður hvatti fólk til að leggja niður vinnu og mæta á Arnarhól. Katrín sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hafi brotið mannréttindi Íslendinga þegar fjármálaráðherra og seðlabankastjóri skrifuðu undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Katrín fullyrti að sjóðurinn hugsi fyrst og fremst um að komast yfir auðlindir þjóða sem leita á náðir hans. Katrín sagði að Íslendingar eigi rétt á að leita til hlutlausra aðila til að úrskurða um skuldir sem landsmenn hafi ekki stofnað sjálfir til heldur hópur 30 manna. ,,Geir lét kúga sig," sagði Katrín. ,,Við Íslendingar látum ekki svipta okkur mannréttindum." ,,Þú bannar okkur ekki að kjósa Geir Hilmar og það gerir þú ekki heldur Ingibjörg sólrún," sagði Katrín og krafðist kosninga. Katrín sagði að það væri stríðsyfirlýsing gagnvart íslensku þjóðinni að forsætisráðherra hefði ráðið norskan hernaðarráðgjafa til að stjórna fjölmiðlumfjöllun stjórnvalda. Katrín rifjaði upp kosningaslagorð Sjálfstæðisflokksins frá því í aðdraganda þingkosninganna 2007. ,,Þegar á öllu er á botninn er á hvolft er það traust efnahagsstjórnr sem er stærsta velferðarmálið." Stærsta og mikilvægasta velferðarmálið þessa stundina að mati Katrínar er að þeim frá sem klúðruðu efnahagsstjórninni og endurreisa ný gildi. ,,Er það skrýtið að fólk vilji fara frá landi sem er stjórnað að fólki sem ekkert kann? Ekki einu sinni að skammast sín?" spurði Katrín. Ríkisstjórnin þarf að víkja, að mati Katrínar. Forseti landsins þarf að mynda utanþingsstjórn með sérfræðinga innanborðs áður en gengið sé til kosninga. Katrín sagði að friðsamleg mótmæli henti á friðartíumum en hér hafi verið gerð árás. Hún sagði að ríkisstjórnin hafi viku til að boða til kosninga annars verði þeir sem beri ábyrgð á efnahagshruninu bornir út. Íslendingar láti ekki sefa sig og þeir gleymi ekki. ,,Góðir Íslendingar. Við látum ekki kúga okkur," hrópaði Katrín að lokum. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Mótmælafundur fer nú fram á Austurvelli sjöunda laugardaginn í röð. Fólk var tekið að streyma að nú laust fyrir klukkan þrjú og Austurvöllur orðinn nokkuð þéttur. Bein útsending frá mótmælafundinum hófst á Vísi og í opinberi dagskrá Stöðvar 2 klukkan þrjú. Skilti hafa verið sett á þinghúsið og það boðið til sölu. Ræðumenn dagsins eru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, Katrín Oddsdóttir laganemi og Gerður Pálma atvinnurekandi í Hollandi. Hörður Torfason, tónlistarmaður og fundarstjóri, mótmælafundarins boðaði til fjöldamótmæla á Arnarhóli 1. desember klukkan 15 í tilefni þess að 90 ár verða þá liðin frá fullveldi Íslands. Hörður hvatti fólk til að leggja niður vinnu og mæta á Arnarhól. Katrín sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hafi brotið mannréttindi Íslendinga þegar fjármálaráðherra og seðlabankastjóri skrifuðu undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Katrín fullyrti að sjóðurinn hugsi fyrst og fremst um að komast yfir auðlindir þjóða sem leita á náðir hans. Katrín sagði að Íslendingar eigi rétt á að leita til hlutlausra aðila til að úrskurða um skuldir sem landsmenn hafi ekki stofnað sjálfir til heldur hópur 30 manna. ,,Geir lét kúga sig," sagði Katrín. ,,Við Íslendingar látum ekki svipta okkur mannréttindum." ,,Þú bannar okkur ekki að kjósa Geir Hilmar og það gerir þú ekki heldur Ingibjörg sólrún," sagði Katrín og krafðist kosninga. Katrín sagði að það væri stríðsyfirlýsing gagnvart íslensku þjóðinni að forsætisráðherra hefði ráðið norskan hernaðarráðgjafa til að stjórna fjölmiðlumfjöllun stjórnvalda. Katrín rifjaði upp kosningaslagorð Sjálfstæðisflokksins frá því í aðdraganda þingkosninganna 2007. ,,Þegar á öllu er á botninn er á hvolft er það traust efnahagsstjórnr sem er stærsta velferðarmálið." Stærsta og mikilvægasta velferðarmálið þessa stundina að mati Katrínar er að þeim frá sem klúðruðu efnahagsstjórninni og endurreisa ný gildi. ,,Er það skrýtið að fólk vilji fara frá landi sem er stjórnað að fólki sem ekkert kann? Ekki einu sinni að skammast sín?" spurði Katrín. Ríkisstjórnin þarf að víkja, að mati Katrínar. Forseti landsins þarf að mynda utanþingsstjórn með sérfræðinga innanborðs áður en gengið sé til kosninga. Katrín sagði að friðsamleg mótmæli henti á friðartíumum en hér hafi verið gerð árás. Hún sagði að ríkisstjórnin hafi viku til að boða til kosninga annars verði þeir sem beri ábyrgð á efnahagshruninu bornir út. Íslendingar láti ekki sefa sig og þeir gleymi ekki. ,,Góðir Íslendingar. Við látum ekki kúga okkur," hrópaði Katrín að lokum.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira