Erlent

Carter og Annan ekki hleypt inn í Simbabve

Kofi Annan.
Kofi Annan.

Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Kofi Annan, fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, hefur verið tilkynnt að þeir fá ekki vegabréfsáritun og leyfi til heimsækja Simbabve. Þangað hugðust þeir fara fyrir sendinefnd samtaka fyrrverandi leiðtoga sem Nelson Mandela stofnaði og skoða aðstæður.

Það var Thabo Mbeki, sem sagði nýverið af sér embætti forseta Suður-Afríku, sem tilkynnti þeim Carter og Annan þetta. Mbeki hefur undanfarin misseri reynt að miðla málum í deilu fylkinganna í Simbabve.

 

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×