Innlent

Fortíðin þarf að víkja fyrir framtíðinni

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.

Á næstu áratugum Íslendingum þurfa Íslendingar að vinna sig út úr hinum efnahagslega vanda og endurvinna traust á stofnunum samfélagsins, að mati Sigríðar Ingu Ingadóttur hagfræðings.

Sigríður sat í bankaráði Seðlabankans fyrir Samfylkinguna en sagði sig úr ráðinu 9. október og sagði bankann bera mikla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hafi verið. Hún skoraði á bankastjóra bankans að segja af sér.

Fyrsta skrefið í endurvinna traust á stofnunum samfélagins er að þeir sem voru í forsvari fyrir fjármálakerfið og hagkerfið í aðdraganda hrunsins fari frá. Sigríður segir í grein í Morgunblaðinu í dag að valdhafar virðist ekki skilja hvað felist í þeirri kröfu.

,,Við viljum að þeir fari frá til að friður skapist um þau embætti sem gegna lykilhlutverki í að vinna landið út úr vandanum. Þeir eiga að víkja til hliðar og gefa þar með til kynna að þeir ætli ekki að standa í vegi fyrir framtíðinni. Það þarf að losa embættin undan þeim grun að verið sé að hylma yfir einhverju sem gerðist í fortíðinni."

Sigríður segir að í því felist ekki áfellisdómur um að einhver hafi gert eitthvað af sér heldur viðurkenning á því að persónur standi í vegi fyrir nauðsynlegri uppstokkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×