Innlent

Elding fær umhverfisverðlaun

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu voru afhent í 14 sinn í gær. Þau komu í hlut Hvalaskoðun Reykjavík ehf. / Elding fyrir „markvissa stefnu og fyrir að hafa sett sér það markmið að vinna að stöðugum úrbótum í umhverfismálum," að því er segir í tilkynningu.

„Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra afhenti verðlaunin á ferðamálaþinginu á Grand Hótel Reykjavík. Samkvæmt lögum um ferðamál og markmiðum ferðamálaáætlunar Iðnaðarráðuneytisins ber Ferðamálastofu að sinna umhverfismálum á ýmsan hátt. Eitt af hlutverkum stofnunarinnar er að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til ábyrgðar í umhverfismálum. Sem partur af þessari viðleitni sinni veitir Ferðamálastofa árlega umhverfisverðlaun því fyrirtæki eða stofnun sem best þykir hafa staðið sig í umhverfismálum það árið," segir einnig.

Verðlaunin voru fyrst veitt 1994 og er þetta því 14. árið sem verðlaunin eru veitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×