Innlent

Reiddi hátt til höggs

MYND/365

Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt 19 ára pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið annan mann með járnáhaldi þannig að hann hlaut djúpt sár á framhaldlegg.

Samkvæmt ákæru reyndi maðurinn að slá fórnarlamb sitt í andlitið með áhaldinu en fórnarlambið bar fyrir sig höndina. Hinn ákærði játaði fyrir dómi brot sitt en neitaði að hafa ætlað að slá fórnarlambið í andlitið. Dómurinn sagði hins vegar að hann hefði reitt hátt til höggs.

Sagði dómurinn atlöguna hafa getað valdið alvarlegum skaða en hann tók tillit til þess hve ungur árásarmaðurinn var og til þess að hann hefði reynt að bæta ráð sitt og náð sáttum við fórnarlambið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×