Innlent

Talsverð ölvun á höfuðborgarsvæðinu - Nokkrir stútar teknir

Töluvert var um ölvun á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fjórir voru teknir grunaðir um ölvunarakstur og þá komu tvær líkamsárásir inn á borð lögreglu sem voru þó ekki alvarlegar. Að sögn lögreglu gekk nóttin vel þrátt fyrir mikla ölvun í miðbænum og í heimahúsum.

Í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi voru tveir karlmenn teknir undir áhrifum og grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í gærdag hafði lögregan afskipti af karlmanni sem ók undir áhrifum fíkniefna. Honum var sleppt eftir að félagi hans kom úr Reykjavík og var afhent ökutækið. Sá afhenti hinum grunaða bifreiðina á nýjan leik og saman óku þeir til Akureyrar þrátt fyrir að hafa sagst ætla til Reykjavíkur. Lögreglan á Akureyri stöðvaði för þeirra. Að öðru leyti var rólegt um að vera í umdæmi lögreglunnar á Akureyri.

Tvö fíkniefnamál komu upp í Vestmanneyjum í nótt en þá fundust fíkniefni sem talið er að hafi verið til einkanota á fólki sem var að koma í bæjarfélagið.

Einn var tekinn grunaður um ölvunarakstur á Selfossi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×