Innlent

Misvísandi skilaboð kalla á vantrauststillögu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Baldur Þórhallsson.
Baldur Þórhallsson.
„Í ljósi misvísandi skilaboða þingmanna Samfylkingarinnar er eðlilegt að stjórnarandstaðan kanni það hversu sterkan meirihluta á þingi stjórnin hafi," segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, um vantrauststillöguna sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna lögðu fram á Alþingi í dag.

Hann segir að djúp pólitísk undiralda hafi ríkt í samfélaginu að undanförnu. Hann bendir jafnframt á að forystumenn Samfylkingarinnar tali út og suður, einn daginn styðji þeir ríkisstjórnina en næsta dag vilji þeir kosningar. Baldur segist efast um að þeir sem leggi tillöguna fram búist við að hún verði samþykkt en þeir séu að sýna í verki vilja sinn til þess að stjórnin víki.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×