Innlent

Ríkisstjórnin vill lækka laun æðstu embættismanna ríkisins

Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur skrifað bréf til kjararáðs og óskað eftir því að ákveðið verði tímabundið að lækka laun þeirra sem heyra undir ráðið. Hann telur að lækkunin geti orðið á bilinu 5-15%. Geir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kynntu þetta á blaðamannafundi sem hófst klukkan fimm í Þjóðmenningarhúsi.

Þeir sem heyra undir kjararáð eru forseti Íslands, alþingismenn, ráðherrar, hæstaréttardómarar og héraðsdómarar, auk forstöðumanna helstu ríkisstofnana.

Þá tilkynntu formenn ríkisstjórnarflokkanna að þeir hefðu kynnt þingflokkum sínum frumvarp um breytingu á eftirlaunafrumvarpinu og vonast þeir til þess að hægt verði að leggja frumvarpið fyrir í næstu viku.

Loks benti Geir H. Haarde á vefsíðuna Ísland.is þar sem finna er upplýsingar sem gætu reynst gagnlegar á næstunni.

Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að fara á Island.is



 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×