Innlent

Nokkrir hafa áhuga á Kaupþingi í Lúxemborg

Frá Lúxemborg
Frá Lúxemborg

Nokkur félög hafa lýst yfir áhuga á að kaupa starfsemi Kaupþings í Lúxemborg. Frá þessu greindi Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu, á blaðamannafundi í dag eftir fund með belgískum innistæðueigendum sem áttu fé hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Leterme varaði þó við of mikilli bjartsýni og þá vildi hann ekki gefa upp hverjir hefðu lýst yfir áhuga á bankanum.

Fram kemur í erlendum miðlum að fjármálaeftirlitið í Lúxemborg hafi fryst eignir Kaupþings þar í landi eftir að íslensk stjórnvöld tóku yfir bankann. Belgísk stjórnvöld hafa ábyrgst 20 þúsund evrur á hverjum reikningi og var reiknað með að þeir fjármunir yrðu greiddir út um næstu mánaðamót. Leterme sagði hins vegar í dag að það gæti frestast ef kaupandi fengist að Kaupþingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×