Innlent

Margdæmdur íslenskur níðingur dæmdur í Noregi

Margdæmdur íslenskur barnaníðingur var fyrr í mánuðinum dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í noregi fyrir að reyna að nauðga tíu ára stúlku í lok febrúar á þessu ári.

Maðurinn, sem er fimmtugur, sat grímuklæddur og vopnaður hnífi fyrir stúlkunni við hjólreiðastíg í Jernbaneskóginum þegar hún var á leið til skóla. Hann viðurkenndi síðar við yfirheyrslur að hafa fylgst lengi með umferð um stiginn og komist að því að stúlkan væri yfirleitt sú sem væri síðust þar á ferð á morgnana.

Maðurinn sagðist í fyrstu hafa beðið stúlkuna að koma með sér inn í skóginn. Hann hafi lofað henni að gera henni ekki mein, hann vildi bara gera einn hlut með henni. Stúlkan hafi hinsvegar ekki orðið við þessari bón, og þá hafi hann dregið fram hnífinn og rifið hana af hjólinu. Hann hélt fyrir munn hennar til þess að hún gæti ekki öskrað, og dró hana lengra inn í skóginn af reiðhjólastígnum. Stúlkan náði hinsvegar að sleppa og gera lögreglu viðvart.

Maðurinn er giftur og tveggja barna faðir. Norskir miðlar segja hann sjálfan hafa verið misnotaðan sem barn, og í skýrslu frá réttarsálfræðingi segir að maðurinn sé líklegur til að fremja afbrot gegn börnum aftur. Norski vefmiðillinn VG segir að frá 1978 hafi maðurinn margsinnis verið dæmdur fyrir barnaníð á Íslandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×