Innlent

Dæmdir fyrir stórfelldan þjófnað í Reykjanesbæ

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrjár karlmenn á aldrinum 22 til 34 ára í samtals 14 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan þjófnað og fjórða manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hylma yfir með þeim með því að geyma þýfið í íbúð sinni.

Þremenningarnir fóru inn í íbúðarhús í Reykjanesbæ í janúar í fyrra og létu þar greipar sópa. Þeir stálu meðal annars tölvum, ljósmyndavélum, gíturum og áfengi svo fátt eitt sé nefnt. Lögregla fann þýfið sama dag og því var stolið í íbúð í Breiðholti hjá fjórða manninum. Þar voru þremenningarnir einnig. Heildarverðmæti þýfisins og skemmda sem unnar voru í innbrotinu reyndist um 3,5 milljónir króna.

Mennir þrír sem dæmdir voru fyrir þjófnaðinn eiga allir langan sakaferil að baki og var tekið tillit til þess við ákvörðunar refsingar. Tveir mannanna voru dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi og einn í sex mánaða fangelsi en sá fjórði í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hylmingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×