Innlent

Fagna jafnréttisviðurkenningu Stígamóta

Húsnæði Stígamóta við Hlemm.
Húsnæði Stígamóta við Hlemm.

Femínistafélag Íslands fagnar þeirri nýbreytni Stígamóta að veita árleg jafnréttisverðlaun í eigin nafni og óskar nýkrýndum verðlaunahöfum til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.

Fyrstu jafnréttisviðurkenningu Stígamótu voru nýverið veitt þau hlutu: Margrét Steinarsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Matthildur Helgadóttir og Þorgerður Einarsdóttir.

,,Krafan um kynjajafnrétti ögrar ríkjandi gildum og viðmiðum í samfélaginu og hefur verið reist af grasrótarsamtökum kvenna í gegnum aldanna rás. Ráðandi öfl hverju sinni eru misfljót að tileinka sér þá þekkingu sem grasrótarsamtökin búa yfir og bregðast við, en öll framfararskref sem stigin hafa verið af hálfu hins opinbera hafa verið í kjölfar langrar baráttu af hálfu grasrótarinnar," segir í ályktun Femínstafélags Íslands.

Femínstafélag Íslands segir að grasrótarsamtök gegno þannig gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu, hlutverki sem yfirvöldum ber að taka alvarlega. ,,Árleg jafnréttisverðlaun jafnréttisráðs mætti til að mynda nýta til hvatningar og viðurkenningar á því starfi, þó sú hafi ekki verið raunin í ár. Verðlaun til handa álveri, vegna jafnréttisstefnu sem hvorki hefur verið formlega samþykkt né kynnt og stjórnendahóps þar sem innan við þriðjungur eru konur virka ekki sem hvatning til þeirra sem baráttuna heyja."

Jafnréttisverðlaun Stígamóta eru því að mati Femínstafélagsins skemmtilegt og nauðsynlegt framtak. ,,Fólkið sem sannarlega hefur sýnt kjark og áræðni til að berjast fyrir alvöru framförum á sviði kynjajafnréttis hlýtur nú þá viðurkenningu sem það á skilið. Því ber að fagna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×