Innlent

Skíðasvæðið á Siglufirði opið alla helgina

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði.

,,Veðrið er ljómandi gott. Sunnangola og mínus þrjár gráður. Hér er nýtroðinn snjór og mjög gott síðafæri," segir Egill Rögnvaldsson umsjónamaður skíðasvæðis Siglfirðinga.

Skíðasvæðið opnaði klukkan 11 í morgun og verður opið til klukkan fimm í dag. Það verður opið á sama tíma á morgun.

Egill segir að aðsókn á skíðasvæðið hafi verið afar góð frá því að svæðið opnaði 2. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×