Innlent

Framkvæmdastjóri Skjásins vill slá skjaldborg um RÚV

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins.

Ráðamenn standa frammi fyrir því að taka ákvörðun um framtíð frjálsra fjölmiðla á Íslandi með því að jafna samkeppnisumhverfið, að mati Sigríðar Margrétar Oddsdóttur framkvæmdastjóra Skjásins.

Öllum starfsmönnum Skjásins, sem sér um rekstur Skjáseins, var sagt upp 31. október. Sigríður og starfsmenn fyrirtækisins hafa gagnrýnt aðkomu Ríkisúvarpsins að auglýsingamarkaði. Nýverið var tilkynnt að Skjárinn mun innan skamms leggja fram kröfu um umtalsverðar skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða RÚV á auglýsingamarkaði.

,,Brotthvarf RÚV af sjónvarpsauglýsingamarkaði styrkir stöðu og hlutverk stofnunarinnar. Ekkert auglýsingasjónvarp getur keppt við samkeppnisaðila sem fær forgjöf á við RÚV og hefur orðið uppvís að samkeppnishamlandi hegðun," segir Sigríður í grein í Morgunblaðinu í dag.

Framtíðarsýn Sigríðar er sú að Íslandi verði fjölbreyttir fjölmiðlar í dreifðri eignaraðild. Sigríður segist vilji að Ríkisútvarpinu verði hlíft við því að vera á auglýsingamarkaði. Hún vill að RÚV sinni faglegri miðlun frétta og leggi áherslu á íslenska dagskrárgerð.

Sigríður telur jafnframt að RÚV eigi að halda sig innan fjárhagsáætlun og vera fyrirmynd annarra opinberra stofnana í aðhaldi og framsýni í rekstri.

,,Fylgjum hjörtunum, sláum skjaldborg um hlutverk RÚV sem sjónvarps í almannaþágu og tryggjum um leið að samkeppni þrífist í sjónvarpi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×