Erlent

Clinton þiggur stöðu utanríkisráðherra

Hillary Clinton öldungardeildarþingmaður hefur fallist á að taka við stöðu utanríkisráðherra í stjórn Baracks Obama. Þetta hefur bandaríska dagblaðið New York Times eftir nánum samstarfsmönnum hennar.

Heimildamennirnir segja að Clinton hafi tekið þessa ákvörðun eftir viðræður við Obama um eðli og umfang stöðunnar, og um fyrirætlanir hans í utanríkismálum.

Sem fyrr er búist við því að ekki verði tilkynnt um stöðuveitinguna fyrr en eftir þakkargjörðarhátíðina þann 27. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×