Innlent

Mótmæli í beinni á Vísi og Stöð 2

Sjöunda laugardaginn í röð er boðað til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Mótmálafundurinn verði í beinni útsendingu hér á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2. Hægt er að horfa á fundinn hér.

Mótmælendum hefur heldur fjölgað frá því skipulögð mótmæli hófust fyrir sjö vikum en síðast liðinn laugardag er talið að á bilinu sex til sjö þúsund manns hafi komið saman á Austurvelli.

Aðstandendur Nóvemberáskorunarinnar svokölluðu koma saman á efri hæðinni á Sólon Íslandus klukktíma áður en mótmælin hefjast, til að hita sig upp og afhenda fólki upphrópunarmerki, sem er tákn áskorunarinnar.

Þá hófst Þjóðfundur um lýðræðishugmyndina í Kaffi Hljómalind nú klukkan tólf og stendur til klukkan tvö. Það er aðgerðarhópur FLTL - Frá lýgræði til lýðræðis - sem stendur fyrir fundinum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×