Fleiri fréttir

Ungt fólk mótar tækifæri framtíðarinnar

Búast má við ungt fólk fjölmenni í Háskólabíó nú klukkan ellefu þegar verkefninu Hugsprettu verður hleypt af stokkunum. Þar á að móta tækifæri framtíðarinnar og finna og byggja upp hugmyndir um möguleika Íslands.

Tíu milljarða bakreikningur vegna skila á lóðum

Kostnaður sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, vegna skila á byggingarlóðum sem sveitarfélögin höfðu áður úthlutað, nemur um 10 milljörðum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Stórtíðinda að vænta frá Norður-Kóreu?

Norðurkóreskir erindrekar víða um heim hafa verið beðnir um að halda sig nærri sendiráðum sínum því von sé á mikilvægum skilaboðum á næstunni. Frá þessu greinir japanska blaðið Shimbun í dag.

Haider borinn til grafar í dag

Tug þúsundir syrgjenda eru í borginni Klagenfurt í Austurríki þar sem öfgahægrimaðurinn Jörg Haider verður borinn til grafar í dag. Hann lést í bílslysi fyrir viku.

Bush fundar með leiðtogum ESB um fjármálakreppuna

George Bush Bandaríkjaforseti fundar í dag um alþjóðlega stöðu efnahagsmála með Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, og Nicolas Sarkozy, Frakklands, en Frakkar eru í nú í forystu fyrir ESB.

IMF býður Úkraínumönnum 14 milljarða dala lán

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur boðið Úkraínumönnum fjórtán milljarða dala lán til bjargar efnahag þeirra. Það jafngildir nærri sextán hundruð milljörðum íslenskra króna á gengi Seðlabankans. Talsmaður Viktors Júsjenko, forseta Úkraínu, greindi frá þessu síðdegis í gær.

Vill að verðtryggingin verði afnumin í þrjá mánuði

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, leggur til í grein í Morgunblaðinu í dag að verðtrygging lána verði afnumin næstu þrjá mánuði, vísitalan tekin úr sambandi til hækkunar lána og gengisbreyting á afborganir lána fryst til sama tíma.

Bíll út af Þingvallavegi

Bíll hafnaði utan vegar á Þingvallavegi nú á tíunda tímanum að líkindum vegna hálku.

Þrír bílar höfnuðu utan vegar á Suðurlandi

Þrír bílar höfnuðu utan vegar á Suðurlandi í morgun en þar er víða mikil hálka á vegum. Bifreið fór út af á Biskupstungnabraut við Þrastarlund og sakaði ökumann bílsins, sem var einn á ferð, ekki alvarlega.

Framboð til Öryggisráðs SÞ eins og Ólympíuþjálfun

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist hafa talið það rétt að taka þátt í kosningabaráttu fyrir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það væri eins og að þjálfa fyrir Olympíuleika. Þettta segir ráðherra á vefsíðu sinni.

Kappræðurnar höfðu lítil áhrif á fylgi

Nýjasta Gallup könnun sem mælir stuðning við bandarísku forsetaframbjóðendurna sýnir að Barack Obama nýtur stuðnings 50% Bandaríkjamanna en John McCain nýtur stuðnings 43%.

Vel gengur að taka niður fíkniefnaverksmiðjuna í Hafnarfirði

Slökkviliðsmenn hafa unnið með lögreglunni að því í allan dag að taka niður fíkniefnaverksmiðjuna sem lögreglan upprætti í gær. Þær upplýsingar fengust hjá slökkviliðinu að um 6-8 starfsmenn hefðu verið að störfum þar í dag og að verkið væri nánast klárað.

Koníaksflaska á 300 þúsund krónur í ÁTVR

Það er líklega frábær fjárfesting að kaupa dýrustu flöskuna í ÁTVR. Hún er forláta koníak og kostar þrjúhundruð þúsund krónur, sem þykir víst afar ódýrt.

Ísland stendur sterkt þrátt fyrir að hafa ekki náð kjöri

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir Ísland standi sterkt þrátt fyrir að landið hafi ekki náð kjöri í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. Geir ræddi við blaðamenn eftir fund sinn með Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu, þar sem efnahagserfiðleikarnir á Íslandi voru til umræðu og möguleg aðstoð Belga.

Alltaf vonbrigði að ná ekki tilætluðum árangri

Auðvitað eru það alltaf vonbrigði þegar maður nær ekki þeim árangri í kosningabaráttu sem vonast var eftir, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í samtali við Evu Bergþóru Guðbergsdóttur á Stöð 2.

Vorum aðeins sex atkvæðum frá annarri atkvæðagreiðslu

Kristín Árnadóttir, sem stjórnað hefur framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, segir Ísland langt því frá að vera óþekkta stærð þrátt fyrir að hafa ekki náð kjöri í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ísland sé með sterka utanríkisþjónustu og skoða verði hvernig hægt verði að nýta það tengslanet sem byggt hafi verið upp í þágu framtíðar Íslands.

Viðtalið eftirminnilega við Jónas Inga

Jónas Ingi Ragnarsson, sem grunaður er um stórfellda amfetamínframleiðslu í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði, vakti þjóðarathygli þegar líkfundarmálið svokallaða bar sem hæst árið 2004. Þar var Jónas dæmdur ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa komið líkinu af Vaidasi Juciviciusi fyrir í höfninni í Neskaupstað í febrúar í fyrra og fannst mikið af amfetamíni í líkinu.

Vilja ítarlega rannsókn á skuldsetningu bankakerfisins

Aðalfundur BSRB hafnar því að almennt launafólk beri allan herkostnað af bruðli og óhófi undangenginna ára og vill ítarlega rannsókn á því hverjir eru ábyrgir fyrir skuldsetningu bankakerfisins og þar með þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun bandalagsins sem samþykkt var í dag.

Markmið með setu í Öryggisráðinu óljós

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, segist vonast til þess að utanríkisþjónusta Íslendinga geti einbeitt sér að koma samskiptum við Breta í betra horf og stjórnvöld geti komið gjaldeyrismálum í lag nú þegar kosningabaráttan um Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er frá.

Hefðum verið sterkari með sigri

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins segir niðurstöðu kosninga um sæti í Öryggisráð Sþ ekki koma sér á óvart. Eins og Vísir hefur greint frá höfnuðu Íslendingar í þriðja sæti í kosningu um sæti í Öryggisráðinu fyrir stundu og náðu því ekki kjöri.

Ýmsar þjóðir sem höfðu lofað stuðningi sneru við okkur baki

Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir utanríkisráðherra segir það mikil vonbrigði að Ísland hafi ekki náð kjöri í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ísland hlaut aðeins 87 atkvæði kosningunum í New York í dag en Austurríkismenn og Tyrkir tryggðu sér sæti Vestur-Evrópu í ráðinu.

Ekki var staðið við gefin loforð

Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ljóst að gefin loforð um stuðning við framboð Íslendinga til öryggisráðsráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki haldið. Hann telur ljóst að gjörningaveður undafarinna vikna hafi haft áhrif á framboð Íslands. ,,En það kemur dagur eftir þennan dag."

Ísland ekki í öryggisráðið

Ísland fær ekki sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 til 2010. Þetta kom í ljós við atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu fyrir stundu.

Hjálpa atvinnulausum bankamönnum að skapa ný störf

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins hafa gert með sér samstarfssamning sem miðar að því að auka atvinnusköpun fyrir félagsmenn í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Sérfræðingur Europol: Augljóslega miklir kunnáttumenn

Sérfræðingur á vegum Europol sem aðstoðaði lögregluna við að uppræta fíkniefnaverksmiðju í Hafnarfirði segir verksmiðjuna vera með þeim fullkomnari sem hann hafi séð á ferlinum. Hann segir að greinilegt sé að miklu hafi verið til kostað og þeir sem að henni stöðu séu augljóslega miklir kunnáttumenn.

Mæltu manna heilastur, félagi Össur

Samtök hernaðarandstæðinga fagna orðum Össurar Skarphéðinssonar, starfandi utanríkisráðherra, um að heimsóknir breskra herþotna verði afþakkaðar á næstunni og hvetja íslensk stjórnvöld til að hætta alveg að bjóða hingað erlendum her.

Ný sjálfstæðisbarátta óhjákvæmileg

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra segir að ný sjálfstæðisbarátta sé óhjákvæmileg til þess að endurheimta fjárhagslegan styrk þjóðarinnar.

Íslenskir MND sjúklingar taka þátt í erlendri lyfjatilraun

Fjórir íslenskir MND sjúklingar eru á leið til Bandaríkjanna til að taka þátt í lyfjatilraun á vegum Mount Sinai sjúkrahússins New York. Í tilrauninni verður kannað hvernig sjúklingarnir bregðast við töku malaríulyfsins Pyrimethamine og hvort taka þess hafi áhrif á tiltekið eggjahvítuefni sem talið er að geti verið meðvirkandi ástæða fyrir frumubreytingum sem eiga þátt í MND sjúkdómnum, að því er segir í tilkynningu frá MND félaginu.

Tími sparisjóðanna runninn upp?

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, veltir því upp í nýjum pistli á heimasíðu sinni hvort að tími sparisjóðanna sé runninn upp. Ekki er langt síðan að það voru talin nánast algild sannindi að tími sparisjóðanna væri liðinn, að sögn Birkis Jóns.

Dæmdur fyrir að láta 10 ára stúlku bera sig

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa í febrúar í fyrra látið tíu ára stúlku hafa í frammi kynferðislega tilburði í gegnum vefmyndavél.

Skýrist fljótlega hvort leitað verður til Rússa og IMF

Geir H. Haarde forsætisráðherra á von á því að það skýrist áður en langt um líður hvort leitað verði eftir láni hjá Rússum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna efnahagskreppunnar. Þetta sagði hann í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

Staða peningasjóða skýrist hugsanlega í dag

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á von á því að greint verði frá því hvernig málum verið háttað með peningasjóði gömlu viðskiptabankanna sem fallið hafa.

Voðaskotið í Rússlandi: Íslenska stúlkan kom til Íslands í gær

„Við getum staðfest það að 17 ára íslensk stúlka sem var skiptinemi í bænum Astrakahn í Rússlandi varð fyrir því að eiga aðild að því sem samkvæmt okkar heimildum er slysaskot. Það olli því að tvítugur piltur lést af völdum skotsársins á sjúkrahúsi," segir Pétur Ásgeirsson skrifstofustjóri hjá Utanríkisráðuneytinu.

Frí kjötsúpa í kreppunni

Veitingahús á Akureyri hefur ákveðið að bjóða almenningi upp á fría kjötsúpu um helgina vegna kreppunnar. Búist er við fjölmenni.

Fá tvö hundruð símtöl á dag vegna efnahagsástandsins

Um tvöhundruð símtöl berast upplýsingalínu utanríkisráðuneytisins daglega vegna bankahrunsins og efnahagsástandsins. Sum frá fólki í öngum sínum. Nokkurrar reiði gætir hjá útlendingum sem lagt hafa fé í íslenska banka.

Skeljungur lækkaði líka eldsneytisverð

Skeljungur lækkaði líkt og önnur olíufélög verð á eldsneyti í morgun. Fram kemur á vef olíufélagsins að algengasta verð í sjálfsafgreiðslu sé 158 krónur og 90 aurar fyrir bensínlítrann og 178 krónur og 60 aurar fyrir dísillítrann.

Sjá næstu 50 fréttir