Innlent

Tafir og lokanir á Grindavíkurvegi vegna flutnings tanks

MYND/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum varar við töfum og lokunum á Grindavíkurvegi í dag vegna þess að verið að flytja 90 tonna mjöltank frá Grindavík.

Í dag er ætlunin að aka með tankinn að Seltjörn við Grindavíkurveg og var lagt af stað nú um ellefuleytið. Stefnt er að því að tankurinn verði kominn klukkan 19 að Seltjörn. Tafir verða á umferð á Grindavíkurvegi til klukkan þrjú en á milli þrjú og fimm er gert ráð fyrir að Grindavíkurvegi verði lokað við Reykjanesbraut. Sömuleiðis verður ekki hægt að aka Grindavíkurveg úr Grindavík.

Ætlunin er að halda áfram með tankinn á morgun ef veður leyfir en áfangastaðurinn er Helguvík. Þetta er þriðji mjöltankurinn sem fluttur er til Helguvíkur frá Grindavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×