Innlent

Ungt fólk mótar tækifæri framtíðarinnar

Búast má við ungt fólk fjölmenni í Háskólabíó nú klukkan ellefu þegar verkefninu Hugsprettu verður hleypt af stokkunum. Þar á að móta tækifæri framtíðarinnar og finna og byggja upp hugmyndir um möguleika Íslands.

Verkefnið er samstarf Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs og Klak - nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins með aðkomu Stúdentafélaga Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst, Listaháskóla Íslands og Keilis.

Dagskráin verður á þá leið að klukkan ellefu verður hópurinn ávarpaður, en meðal þeirra sem taka til máls eru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Björk Guðmundsdóttir, Magnús Scheving, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Guðjón Már Guðjónsson úr Oz, Hrund Andradóttir og Haukur Ingi Jónasson stefnumótunarráðgjafi.

Í framhaldi af því fer fram hópavinna og loks verða hugmyndirnar teknar saman. Búist er við að minnsta kosti 300 manns á Hugsprettu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×