Innlent

Ásmundur hefur yfirumsjón með kreppustarfshópum

MYND/GVA

Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur falið Ásmundi Stefánssyni ríkissáttasemjara að hafa yfirumsjón með margvíslegum starfshópum sem nú starfa vegna efnahagskreppunnar. Á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að hann verði jafnframt tengiliður þeirra í millum og gagnvart forsætisráðherra og ríkisstjórn.

Í tilkynningunni segir einnig að áfallið á fjármálamarkaði hafi kallað á fjölþætt viðbrögð jafnt á vettvangi ríkisstjórnarinnar sem hinna ýmsu stofnana samfélagsins. Til að treysta yfirsýn og tryggja betur tengsl forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar og bæta samhæfingu þeirra mörgu sem að starfinu koma hafi Ásmundur verið kallaður til.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×