Innlent

Frí kjötsúpa í kreppunni

Veitingahús á Akureyri hefur ákveðið að bjóða almenningi upp á fría kjötsúpu um helgina vegna kreppunnar. Búist er við fjölmenni.

Súpa og fyrirbænir, heyrist stundum auglýst þegar safnaðarstarf er annars vegar og nú hefur veitingastaðurinn Strikið ákveðið að bjóða öllum sem vilja upp á ókeypis kjötsúpu í hádeginu á laugardag og sunnudag. Hvort fyrirbænir munu fylgja með í pakkanum skal ósagt látið en framtakið er viðbragð gegn kreppunni að sögn eigenda Striksins, Hebu Finnsdóttur.

Hún býst við allt að þúsund gestum í kjötsúpuna góðu og þótt góðan slatta þurfi af sauðaketi og grænmeti ofan í slíkan fjölda verður rekstri veitingahússins ekki teflt í neina tvísýnu í þessari aðgerð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×