Hefðum verið sterkari með sigri 17. október 2008 16:36 Guðni Ágústsson Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins segir niðurstöðu kosninga um sæti í Öryggisráð Sþ ekki koma sér á óvart. Eins og Vísir hefur greint frá höfnuðu Íslendingar í þriðja sæti í kosningu um sæti í Öryggisráðinu fyrir stundu og náðu því ekki kjöri. „Ég hafði það á tilfinningunni að þetta væri erfitt allan tímann. En þetta var nánast vonlaust þessa síðustu daga því það hefur margt snúist okkur í óhag," segir Guðni sem vildi lítið segja til um hvort niðurstaðan séu vonbrigði. „Það er margt sem við þurfum á að halda hér á næstu árum til þess að sameina þessa þjóð. Við hefðum kannski verið betur stödd með sigri í þessari kosningu," segir Guðni og nefnir þar árásir Breta í okkar garð á síðustu dögum. „Bretar hafa gert á okkur loftárásir og við Íslendingar hefðum kannski verið sterkari og átt betri daga framundan með sigri í þessum kosningum. Og þar með betri aðgang að vinaþjóðunum." Tengdar fréttir Kosning hafin í öryggisráðið - Bein útsending Kosning í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hófst klukkan tvö að íslenskum tíma en Ísland er meðal þeirra þjóða sem sækjast eftir sæti þar eins og fram hefur komið. Hægt er að horfa á útsendinguna á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna. 17. október 2008 11:10 Ísland ekki í öryggisráðið Ísland fær ekki sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 til 2010. Þetta kom í ljós við atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu fyrir stundu. 17. október 2008 15:38 Ekki var staðið við gefin loforð Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ljóst að gefin loforð um stuðning við framboð Íslendinga til öryggisráðsráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki haldið. Hann telur ljóst að gjörningaveður undafarinna vikna hafi haft áhrif á framboð Íslands. ,,En það kemur dagur eftir þennan dag." 17. október 2008 16:11 Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins segir niðurstöðu kosninga um sæti í Öryggisráð Sþ ekki koma sér á óvart. Eins og Vísir hefur greint frá höfnuðu Íslendingar í þriðja sæti í kosningu um sæti í Öryggisráðinu fyrir stundu og náðu því ekki kjöri. „Ég hafði það á tilfinningunni að þetta væri erfitt allan tímann. En þetta var nánast vonlaust þessa síðustu daga því það hefur margt snúist okkur í óhag," segir Guðni sem vildi lítið segja til um hvort niðurstaðan séu vonbrigði. „Það er margt sem við þurfum á að halda hér á næstu árum til þess að sameina þessa þjóð. Við hefðum kannski verið betur stödd með sigri í þessari kosningu," segir Guðni og nefnir þar árásir Breta í okkar garð á síðustu dögum. „Bretar hafa gert á okkur loftárásir og við Íslendingar hefðum kannski verið sterkari og átt betri daga framundan með sigri í þessum kosningum. Og þar með betri aðgang að vinaþjóðunum."
Tengdar fréttir Kosning hafin í öryggisráðið - Bein útsending Kosning í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hófst klukkan tvö að íslenskum tíma en Ísland er meðal þeirra þjóða sem sækjast eftir sæti þar eins og fram hefur komið. Hægt er að horfa á útsendinguna á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna. 17. október 2008 11:10 Ísland ekki í öryggisráðið Ísland fær ekki sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 til 2010. Þetta kom í ljós við atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu fyrir stundu. 17. október 2008 15:38 Ekki var staðið við gefin loforð Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ljóst að gefin loforð um stuðning við framboð Íslendinga til öryggisráðsráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki haldið. Hann telur ljóst að gjörningaveður undafarinna vikna hafi haft áhrif á framboð Íslands. ,,En það kemur dagur eftir þennan dag." 17. október 2008 16:11 Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Kosning hafin í öryggisráðið - Bein útsending Kosning í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hófst klukkan tvö að íslenskum tíma en Ísland er meðal þeirra þjóða sem sækjast eftir sæti þar eins og fram hefur komið. Hægt er að horfa á útsendinguna á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna. 17. október 2008 11:10
Ísland ekki í öryggisráðið Ísland fær ekki sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 til 2010. Þetta kom í ljós við atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu fyrir stundu. 17. október 2008 15:38
Ekki var staðið við gefin loforð Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ljóst að gefin loforð um stuðning við framboð Íslendinga til öryggisráðsráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki haldið. Hann telur ljóst að gjörningaveður undafarinna vikna hafi haft áhrif á framboð Íslands. ,,En það kemur dagur eftir þennan dag." 17. október 2008 16:11