Erlent

Bush fundar með leiðtogum ESB um fjármálakreppuna

George Bush Bandaríkjaforseti fundar í dag um alþjóðlega stöðu efnahagsmála með Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, og Nicolas Sarkozy, Frakklands, en Frakkar eru í nú í forystu fyrir ESB.

Fundurinn verður haldinn í forsetabústaðnum í Camp David í Bandaríkjunum. Leiðtogarnir munu ræða fyrirkomulag fundar leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í næsta mánuði. Búist er við að Kínverjum og Indverjum verði boðið til þess fundar.

Forvígismenn Evrópusambandsins vilja að leiðtogafundurinn verði upphafið að endurskipulagningu á regluverki alþjóðafjármálakerfisins. Bandaríkjaforseti lauk í gær lofsorði á aðgerðir Evrópulanda til bjargar sínum bankakerfum og sagði aðgerðirnar sem kynntar voru í Bandaríkjunum fyrr í vikunni nauðsynlegar.

Þrátt fyrir þær hélt niðursveifla áfram á mörkuðum vestanhafs í gær. Dow Jones vísitalan lækkaði um 1,4 prósent en þegar litið er á vikuna í heild fór hún upp um nærri fimm prósent frá síðustu helgi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×